Aprílgöbbin 2019: Leituðu að járnsæti í Öskjuhlíðinni, Brokkólíkók og fíkniefnaleitar kanína Stefán Árni Pálsson skrifar 1. apríl 2019 16:30 Þremenningarnir fundu ekki járnsætið. Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. Eins og vanalega taka fjölmiðlarnir þátt í 1.apríl sem og fyrirtæki. Vísir sagði til að mynda frá því að forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hefðu að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um var að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur. Hásætunum átti að hafa verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa járnsætið hafa fengið kórónur í verðlaun. Í frétt Vísis var einnig gefið í skyn að eitt hásæti væri að finna hér á landi og gæti fólk jafnvel fengið umrædda kórónu í verðlaun. Það var einfaldlega aprílgabb Vísis.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson eru hér í Öskjuhlíðinni.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson féllu fyrir gabbinu og mættu á svæðið. Þar gripu þeir í tómt en fengu að launum áskrift að Stöð 2. „Mér datt ekki í hug að þetta væri gabb. Ég sá fréttina á Vísi og sá auðvitað strax að þetta væri Öskjuhlíð, ég var mjög spenntur og sýndi félögunum. við hugsuðum okkur um í smá stund og brunuðum síðan niður í Öskjuhlíð,“ segir Björn Ingi Baldvinsson. „Við vorum í miðri kennslustund í sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarinn sagði að við mættum fara en að við fengjum þá fjarvist. Þetta er svo stutt frá að við urðum bara að kíkja. „Það voru vinir mínir sem ég fór með sem sáu þetta fyrst og voru aðeins spenntari fyrir þessu en ég,“ segir Jakob Gautason. „Þeir höfðu heyrt um að þetta væri að gerast annarsstaðar og vildu geggjað mikið sjá það. Svo eftir að hafa fengið leyfi drifum við okkur til þess að skoða málið. Mér sjálfum finnst bara gaman að hafa verið tekinn svona mikið og hlæ að þessu. Eftir á séð var þetta líka augljóst en við föttuðum ekki fyrr en við vorum mættir á svæðið.“ Sjö einstaklingar mættu í Öskjuhlíðina á fyrsta klukkutímanum eftir að fréttin fór í birtingu. Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því að ný fíkniefnakanína væri tekin til starfa hjá Lögreglunni og átti hún að vera til sýnis á lögreglustöðinni frá 15-16:30 í dag. Reyndar stolið gabb eins og sjá má hér. Dominos sagði frá því að núna væri aðeins hægt að panta pizzu á vefsíðu fyrirtækisins og með appinu. Ástæðan var í færst hafði í aukanna að fólk væri að hringja í þjónustuverið í von um að panta leigubíl. Coca-Cola á Íslandi kynnti til leiks glænýja bragðtegund. Coca-Cola Zero sykur Brokkólí. Á Facebook-síðu Coke á Íslandi átti síðan að gefa nokkra kassa. Þá sagði sælgætisfyrirtækið Freyja frá því að fyrirtækið væri að gefa út nýtt nammi í dag. Bernaise Dýr og átti varan að marka tímamót í íslenskri súkkulaðigerð. Háskólakötturinn Rósalind sagði bless við háskólanema við Háskóla Íslands en kötturinn ber nafnið Rósalind. Núna verður hún inniköttur heima hjá Óttari Proppé en stúdentum gafst færi á að kveðja hana í hinsta sinn í Bóksölu stúdenta í dag á milli kl. 14:00 og 15:00 í dag. Um hrekk reyndist vera að ræða þótt ekki verði efast um að Óttarr sé mikill kattavinur.Framkvæmdir við Laugardalsvöll hafnar.KSÍ sagði frá því að framkvæmdir við Laugardalsvöll væru hafnar og yrði lagt nýtt gervigras á völlinn nú þegar. Kannski í framtíðinni, en ekki strax. Sætir snúðar buðu upp á Kanilsnúð með skyrkremi, hágæða harðfiski og hárkarlalýsisperlum. Íslendingurinn átti að vera í boði í Mathöll Höfða. Vefsíðan Heimkaup.is sagði frá því að verslunarkeðjan Target væri búin að kaupa Heimkaup. KFC á Íslandi gaf frá sér yfirlýsingu um að nýr eftirréttur væri kominn á matseðilinn og væri að ræða súkkulaðihjúpaðan popcorn kjúkling. Stökkir kjúklingabitar hjúpaðir ljúffengu Góu-súkkulaði. Ali Baba bauð einfaldlega upp á frían mat og gjafabréf til Ísafjarðar. Aprílgabb Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í dag er 1. apríl og þá keppist fólk og fyrirtæki í því að reyna fá fólk til að hlaupa 1. apríl með góðu gabbi. Eins og vanalega taka fjölmiðlarnir þátt í 1.apríl sem og fyrirtæki. Vísir sagði til að mynda frá því að forsvarsmenn Game of Thrones þáttanna hjá HBO hefðu að undanförnu dreift Járnsætum (Iron Throne) víða um heim og hvatt áhorfendur þáttanna til að finna þau. Um var að ræða auglýsingaherferð fyrir síðustu þáttaröðina sem hefst aðfaranótt 15. apríl, eftir tvær vikur. Hásætunum átti að hafa verið komið fyrir í Svíþjóð, Kanada og á Spáni. Í skógi, upp á snævi þöktu fjalli og í eyðimörk. Þeir sem fundið hafa járnsætið hafa fengið kórónur í verðlaun. Í frétt Vísis var einnig gefið í skyn að eitt hásæti væri að finna hér á landi og gæti fólk jafnvel fengið umrædda kórónu í verðlaun. Það var einfaldlega aprílgabb Vísis.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson eru hér í Öskjuhlíðinni.Jakob Gautason, Björn Ingi Baldvinsson og Kristófer Andrésson féllu fyrir gabbinu og mættu á svæðið. Þar gripu þeir í tómt en fengu að launum áskrift að Stöð 2. „Mér datt ekki í hug að þetta væri gabb. Ég sá fréttina á Vísi og sá auðvitað strax að þetta væri Öskjuhlíð, ég var mjög spenntur og sýndi félögunum. við hugsuðum okkur um í smá stund og brunuðum síðan niður í Öskjuhlíð,“ segir Björn Ingi Baldvinsson. „Við vorum í miðri kennslustund í sögu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og kennarinn sagði að við mættum fara en að við fengjum þá fjarvist. Þetta er svo stutt frá að við urðum bara að kíkja. „Það voru vinir mínir sem ég fór með sem sáu þetta fyrst og voru aðeins spenntari fyrir þessu en ég,“ segir Jakob Gautason. „Þeir höfðu heyrt um að þetta væri að gerast annarsstaðar og vildu geggjað mikið sjá það. Svo eftir að hafa fengið leyfi drifum við okkur til þess að skoða málið. Mér sjálfum finnst bara gaman að hafa verið tekinn svona mikið og hlæ að þessu. Eftir á séð var þetta líka augljóst en við föttuðum ekki fyrr en við vorum mættir á svæðið.“ Sjö einstaklingar mættu í Öskjuhlíðina á fyrsta klukkutímanum eftir að fréttin fór í birtingu. Lögreglan á Suðurnesjum sagði frá því að ný fíkniefnakanína væri tekin til starfa hjá Lögreglunni og átti hún að vera til sýnis á lögreglustöðinni frá 15-16:30 í dag. Reyndar stolið gabb eins og sjá má hér. Dominos sagði frá því að núna væri aðeins hægt að panta pizzu á vefsíðu fyrirtækisins og með appinu. Ástæðan var í færst hafði í aukanna að fólk væri að hringja í þjónustuverið í von um að panta leigubíl. Coca-Cola á Íslandi kynnti til leiks glænýja bragðtegund. Coca-Cola Zero sykur Brokkólí. Á Facebook-síðu Coke á Íslandi átti síðan að gefa nokkra kassa. Þá sagði sælgætisfyrirtækið Freyja frá því að fyrirtækið væri að gefa út nýtt nammi í dag. Bernaise Dýr og átti varan að marka tímamót í íslenskri súkkulaðigerð. Háskólakötturinn Rósalind sagði bless við háskólanema við Háskóla Íslands en kötturinn ber nafnið Rósalind. Núna verður hún inniköttur heima hjá Óttari Proppé en stúdentum gafst færi á að kveðja hana í hinsta sinn í Bóksölu stúdenta í dag á milli kl. 14:00 og 15:00 í dag. Um hrekk reyndist vera að ræða þótt ekki verði efast um að Óttarr sé mikill kattavinur.Framkvæmdir við Laugardalsvöll hafnar.KSÍ sagði frá því að framkvæmdir við Laugardalsvöll væru hafnar og yrði lagt nýtt gervigras á völlinn nú þegar. Kannski í framtíðinni, en ekki strax. Sætir snúðar buðu upp á Kanilsnúð með skyrkremi, hágæða harðfiski og hárkarlalýsisperlum. Íslendingurinn átti að vera í boði í Mathöll Höfða. Vefsíðan Heimkaup.is sagði frá því að verslunarkeðjan Target væri búin að kaupa Heimkaup. KFC á Íslandi gaf frá sér yfirlýsingu um að nýr eftirréttur væri kominn á matseðilinn og væri að ræða súkkulaðihjúpaðan popcorn kjúkling. Stökkir kjúklingabitar hjúpaðir ljúffengu Góu-súkkulaði. Ali Baba bauð einfaldlega upp á frían mat og gjafabréf til Ísafjarðar.
Aprílgabb Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira