Sport

Halldór gleymdi medalíunni í bakpoka í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór og félagar rifja það upp þegar Nike bauð Halldóri risasamning.
Halldór og félagar rifja það upp þegar Nike bauð Halldóri risasamning.
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var til umfjöllunar í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar af Atvinnumönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal.

Halldór er stórt nafn í snjóbrettaheiminum og gerði á sínum tíma samning við bandaríska íþróttavörurisann Nike.

Á fundi með forráðamönnum Nike í Portland kom í ljós að Halldór hafði gleymt medalíu, sem hann vann til á X-leikunum svokölluðu, í Kína.

Medalían var í bakpoka sem vinur Halldórs fann fyrir tilviljun. Sá henti bakpokanum fyrst í ruslið en tók hann aftur þar sem hann vantaði bakpoka. Í honum fann hann svo medalíu Halldórs ásamt reiðufé.

Innslagið úr Atvinnumönnunum okkar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Íslendingur sigraði á stærsta snjóbrettamóti heims

Halldór Helgason, 18 ára gamall Akureyringur, sigraði snjóbrettakeppni á stærsta íþróttamóti heims þar sem keppt er í jaðaríþróttum og fer fram um helgina í Aspen í Colorado. Síðar í dag keppir hann til úrslita í annarri grein á mótinu. Á föstudaginn var hann valinn nýliði ársins á ráðstefnu tveggja stærstu snjóbrettablaðanna í Bandaríkjunum sem fór fram í Denver í Colorado.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×