Aðilar vinnumarkaðar bíða eftir pakka stjórnvalda Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2019 13:11 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. vísir/vilhelm Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Það er til marks um trú manna á samningunum að verkföll á hótelum sem hefjast áttu á morgun og standa til föstudags voru blásin af. Hins vegar bíða samningsaðilar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda og hvað þau eru tilbúin að gera til að hægt verði að undirrita nýja samninga jafnvel í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. Finna mætti nýmæli í samningunum. „Þetta yrði þá kjarasamningur sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Hvernig hann er settur upp og svo framvegis. Þannig að ég myndi segja að það sé töluvert nýtt [í samningunum],” segir Ragnar Þór. Meðal annars hafi verið gerðar kröfur um skattalækkanir á lægri- og millitekjuhópa sem að hluta til séu í höfn. Samningarnir feli í sér töluverðar kjarabætur nái þeir fram að ganga. „Það er til litils að semja um krónur ef þær eru hirtar af okkur jafn harðan einhvers staðar annars staðar. Þannig að ég myndi segja að samningurinn væri mjög umfangsmikill og það er ekki hægt að taka einn hluta út úr samningnum án þess að taka tillit til einhvers annars. Ég myndi segja að þetta sé tilraun okkar til að koma saman lífskjarasamningi,” segir Ragnar Þór. Ríkisstjórnin kom saman til reglulegs fundar klukkan hálf tíu í morgun en ekki er reiknað með að hún kynni aðkomu sína að kjarasamningum fyrr en eftir hádegi.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.Óvissa um samflot iðnaðarmanna Félög iðnaðarmanna hafa ekki verið í samfloti með félögum Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna en hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir iðnaðarmenn funda með Samtökum atvinnulífsins klukkan fjögur þar sem farið verði yfir stöðuna. „Það er ekki tímabært að segja nákvæmlega til um það hvort þessi rami falli nákvæmlega utanum okkur eða hvernig það verður. Við þurfum bara að meta það í dag og væntanlega verður eitthvað til umræðu á fundinum með þeim [SA] síðar í dag,” segir Kristján Þórður. Það geti verið blæbrigðamunur á kröfum einstakra félaga sem þurfi að fara yfir. Kristján Þórður tekur undir með formönnum annarra félaga um að útspil stjórnvalda skipti sköpum um gerð nýrra samninga. „Það skiptir verulegu máli hvað við erum að fara að fá inn þar. Við sjáum auðvitað að það getur skipt sköpum í að ná þessum kjarasamningum saman að það komi góður pakki þar,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Nítján félög innan Starfsgreinasambandsins og aðildafélög Landssambands verslunarmanna komust að samkomulagi um nýja kjarasamninga til þriggja ára við Samtök atvinnulífsins í gærkvöldi. Það er til marks um trú manna á samningunum að verkföll á hótelum sem hefjast áttu á morgun og standa til föstudags voru blásin af. Hins vegar bíða samningsaðilar nú eftir viðbrögðum stjórnvalda og hvað þau eru tilbúin að gera til að hægt verði að undirrita nýja samninga jafnvel í dag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að búið væri að klára fullt af málum gagnvart stjórnvöldum en nokkur stór mál stæðu út af borðinu. Finna mætti nýmæli í samningunum. „Þetta yrði þá kjarasamningur sem ekki hefur sést á íslenskum vinnumarkaði áður. Hvernig hann er settur upp og svo framvegis. Þannig að ég myndi segja að það sé töluvert nýtt [í samningunum],” segir Ragnar Þór. Meðal annars hafi verið gerðar kröfur um skattalækkanir á lægri- og millitekjuhópa sem að hluta til séu í höfn. Samningarnir feli í sér töluverðar kjarabætur nái þeir fram að ganga. „Það er til litils að semja um krónur ef þær eru hirtar af okkur jafn harðan einhvers staðar annars staðar. Þannig að ég myndi segja að samningurinn væri mjög umfangsmikill og það er ekki hægt að taka einn hluta út úr samningnum án þess að taka tillit til einhvers annars. Ég myndi segja að þetta sé tilraun okkar til að koma saman lífskjarasamningi,” segir Ragnar Þór. Ríkisstjórnin kom saman til reglulegs fundar klukkan hálf tíu í morgun en ekki er reiknað með að hún kynni aðkomu sína að kjarasamningum fyrr en eftir hádegi.Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.Óvissa um samflot iðnaðarmanna Félög iðnaðarmanna hafa ekki verið í samfloti með félögum Starfsgreinasambandsins og verslunarmanna en hafa vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir iðnaðarmenn funda með Samtökum atvinnulífsins klukkan fjögur þar sem farið verði yfir stöðuna. „Það er ekki tímabært að segja nákvæmlega til um það hvort þessi rami falli nákvæmlega utanum okkur eða hvernig það verður. Við þurfum bara að meta það í dag og væntanlega verður eitthvað til umræðu á fundinum með þeim [SA] síðar í dag,” segir Kristján Þórður. Það geti verið blæbrigðamunur á kröfum einstakra félaga sem þurfi að fara yfir. Kristján Þórður tekur undir með formönnum annarra félaga um að útspil stjórnvalda skipti sköpum um gerð nýrra samninga. „Það skiptir verulegu máli hvað við erum að fara að fá inn þar. Við sjáum auðvitað að það getur skipt sköpum í að ná þessum kjarasamningum saman að það komi góður pakki þar,” segir Kristján Þórður Snæbjarnarson.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05 Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29 Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sjá meira
Spýttu í lófana í kjölfar gjaldþrots WOW air Ekki er hægt að upplýsa neitt um efni samkomulags sem fallist var á í nótt í Karphúsinu en reynt verður til þrautar í dag að landa kjarasamningum í samráði við stjórnvöld. 2. apríl 2019 08:05
Samkomulagið „ekki fullnaðarsigur heldur vopnahléslína“ Þá hafi félagsmenn Eflingar síðasta orðið um það hvort kjarasamningur verði samþykktur. 2. apríl 2019 08:29
Verkfalli bílstjóra aflýst en akstur þó stöðvaður seinnipartinn Búið er að aflýsa Verkfallsaðgerðum hjá almenningsvögnum Kynnisferða, sem keyra strætó, en ákvörðunin var tekin í samráði við starfsmenn og forsvarsmenn fyrirtækisins, ásamt forystu Eflingar. 2. apríl 2019 12:11