Hætt við að halda Sónar Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. apríl 2019 16:15 Til stóð að halda sjöundu Sónarhátíðina eftir um þrjár vikur. Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“ Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hætt hefur verið við að halda tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík, sem fram átti að fara dagana 25. til 27. apríl í Hörpu, vegna gjaldþrots WOW air. Öllum sem keyptu miða á hátíðina verður endurgreitt. Grapevine greindi fyrst frá ákvörðuninni, sem Vísir hefur sömuleiðis fengið staðfesta. Starfsmenn í miðasölu Hörpu, sem Vísir ræddi við á fjórða tímanum, sögðust hins vegar ekkert hafa heyrt af þessum áformum í dag. Enn er hægt að kaupa miða á hátíðina, bæði í Hörpu á netinu. Sem fyrr segir er hátíðin blásin af vegna falls WOW air í liðinni viku. Öllu flugi félagsins var aflýst við gjaldþrotið, sem setti ferðaáætlanir tónleikagesta og tónlistarmanna, sem stíga áttu á stokk á Sónar, úr skorðum. Því hafi verið ákveðið að taka þessa afdrifaríku ákvörðun til að varna því að tónlistarmennirnir fljúgi fýluferð hingað til lands. Ljóst er að ákvörðun um að aflýsa hátíðinni var ekki í kortunum þann 28. mars síðastliðinn, daginn sem WOW air tilkynnti að flugfélagið hefði hætt starfsemi. Þá deildi Sónar Reykjavík færslu á Facebook-síðu sinni þar sem tónleikagestir voru hvattir til að leita réttar síns eftir fall WOW og lauk á orðunum: „Við þökkum fyrir skilninginn og vonumst til að sjá ykkur á Sónar Reykjavík 2019 í apríl.“
Reykjavík Sónar Tónlist Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira