„Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 11:00 Jade Lally er kringlukastari í fremstu röð. Getty/Michael Steele Breski methafinn í kringlukasti ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en svo kom „barn“ í bátinn. Jade Lally hefur tjáð sig opinberlega og hreinskilnislega um hvernig það er fyrir Ólympíufara að verða ólétt á örlagastund í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleika. Jade Lally er sjöfaldur breskur meistari í kringlukasti, hefur kastað lengra en nokkur önnur bresk kona og keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann brons á Samveldisleikunum og er meðal þeirra bestu í sinni grein. Hún ætlaði sér líka stóra hluti á árinu 2020 en árið 2019 breytti miklu í hennar lífi. „Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk,“ sagði Jade Lally í viðtali við BBC en blaðakonan Katie Falkingham fékk hana til að opinbera allar tilfinningar sínar að vela að ala barn á sama tíma og hún ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika.'I was devastated when I found out I was pregnant - am I the only one feeling this way?' Jade Lally is an elite discus thrower, an Olympian no less. So she's got it all figured out, right? Think again ➡ https://t.co/NzcjKhsHzdpic.twitter.com/zHT9gtfWrs — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019 Bæði hér á Íslandi og út í heimi er það orðið mun algengara að afreksíþróttakonur snúi aftur í fremstu röð eftir að hafa eignast barn. Í íslensku landsliðunum eru nú fullt af frábærum íþróttakonum sem hafa komið aftur og haldið sínum afreksferli lifandi. Það fylgir oft ekki gleðifréttunum að eignast nýtt barn að allt þetta níu mánaða ferli tekur mikið á íþróttamanninn bæði líkamlega en ekki síst andlega. Jade Lally var tilbúinn að ræða þessa hlið en hún er jafnframt staðráðin að láta þessa óvæntu óléttu ekki stoppa sig og hennar drauma. Þetta er nefnilega eins mikið „slysabarn“ og þau gerast. Lally er samt ekki á alltof góðri stöðu. Hún er orðin 32 ára gömul og er með enga styrktaraðila, engan fjárhagsstuðning og kærasti hennar býr auk þess í Ástralíu eins og er. Í viðbót við álagið á skrokkinn þá segir Jade Lally að hún þurfi jafnframt að hugsa um andlega þáttinn nú þegar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af því að sjá um lítið barn bætast ofan á allt saman. Barnið á að fæðast í ágúst og Jade Lally hefur æft kringlukastið hingað til. Nú er svo komið að hún getur ekki kastað lengur en er að huga að öðrum æfingum til að reyna að halda líkama sínum í sem besta formi. „Ég var hrædd við að tapa því hver ég var því flestir þekkja mig sem kringlukastara,“ sagði Lally. „Ég var hreinlega í einskismannslandi þegar ég varð ófrísk og það kom mér úr jafnvægi. Ég hafði líka margar spurningar í tengslum við áhrif óléttunnar á íþróttaferilinn minn,“ sagði Lally. „Óléttan hefur verið mér erfið og hún er mjög óþægileg fyrir mig. Ég ákvað samt að komast í gegnum þetta og eignast barnið,“ sagði Lally. „Þetta er daglegt basl. Í hverri viku kemst ég að því að ég get ekki gert eitthvað lengur og það er mjög erfitt. Núna get ég ekki kastað kringlunni lengur og ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður. Nárinn er aumur, bakið er aumt og ég er í aum á stöðum þar sem ég hef aldrei fundið fyrir neinu áður,“ sagði Lally. Þegar dóttir Jade Lally fæðist þá verða tólf mánuðir í Ólympíuleikana. „Ef líkaminn minn er ekki samur og ég kemst ekki á leikana í Tókýó þá vil ég komast á leikana í París. Ég verð þá 37 ára gömul en ég verð þá með fjögurra stelpu sem hlýtur að vera auðveldara en að vera með eins árs kornabarn,“ sagði Jade Lally. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. Ólympíuleikar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Breski methafinn í kringlukasti ætlaði sér á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári en svo kom „barn“ í bátinn. Jade Lally hefur tjáð sig opinberlega og hreinskilnislega um hvernig það er fyrir Ólympíufara að verða ólétt á örlagastund í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleika. Jade Lally er sjöfaldur breskur meistari í kringlukasti, hefur kastað lengra en nokkur önnur bresk kona og keppti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún vann brons á Samveldisleikunum og er meðal þeirra bestu í sinni grein. Hún ætlaði sér líka stóra hluti á árinu 2020 en árið 2019 breytti miklu í hennar lífi. „Ég var eyðilögð þegar ég komst að því að ég væri ófrísk,“ sagði Jade Lally í viðtali við BBC en blaðakonan Katie Falkingham fékk hana til að opinbera allar tilfinningar sínar að vela að ala barn á sama tíma og hún ætti að vera á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika.'I was devastated when I found out I was pregnant - am I the only one feeling this way?' Jade Lally is an elite discus thrower, an Olympian no less. So she's got it all figured out, right? Think again ➡ https://t.co/NzcjKhsHzdpic.twitter.com/zHT9gtfWrs — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019 Bæði hér á Íslandi og út í heimi er það orðið mun algengara að afreksíþróttakonur snúi aftur í fremstu röð eftir að hafa eignast barn. Í íslensku landsliðunum eru nú fullt af frábærum íþróttakonum sem hafa komið aftur og haldið sínum afreksferli lifandi. Það fylgir oft ekki gleðifréttunum að eignast nýtt barn að allt þetta níu mánaða ferli tekur mikið á íþróttamanninn bæði líkamlega en ekki síst andlega. Jade Lally var tilbúinn að ræða þessa hlið en hún er jafnframt staðráðin að láta þessa óvæntu óléttu ekki stoppa sig og hennar drauma. Þetta er nefnilega eins mikið „slysabarn“ og þau gerast. Lally er samt ekki á alltof góðri stöðu. Hún er orðin 32 ára gömul og er með enga styrktaraðila, engan fjárhagsstuðning og kærasti hennar býr auk þess í Ástralíu eins og er. Í viðbót við álagið á skrokkinn þá segir Jade Lally að hún þurfi jafnframt að hugsa um andlega þáttinn nú þegar fjárhagsáhyggjur og áhyggjur af því að sjá um lítið barn bætast ofan á allt saman. Barnið á að fæðast í ágúst og Jade Lally hefur æft kringlukastið hingað til. Nú er svo komið að hún getur ekki kastað lengur en er að huga að öðrum æfingum til að reyna að halda líkama sínum í sem besta formi. „Ég var hrædd við að tapa því hver ég var því flestir þekkja mig sem kringlukastara,“ sagði Lally. „Ég var hreinlega í einskismannslandi þegar ég varð ófrísk og það kom mér úr jafnvægi. Ég hafði líka margar spurningar í tengslum við áhrif óléttunnar á íþróttaferilinn minn,“ sagði Lally. „Óléttan hefur verið mér erfið og hún er mjög óþægileg fyrir mig. Ég ákvað samt að komast í gegnum þetta og eignast barnið,“ sagði Lally. „Þetta er daglegt basl. Í hverri viku kemst ég að því að ég get ekki gert eitthvað lengur og það er mjög erfitt. Núna get ég ekki kastað kringlunni lengur og ég hef aldrei verið í þeirri stöðu áður. Nárinn er aumur, bakið er aumt og ég er í aum á stöðum þar sem ég hef aldrei fundið fyrir neinu áður,“ sagði Lally. Þegar dóttir Jade Lally fæðist þá verða tólf mánuðir í Ólympíuleikana. „Ef líkaminn minn er ekki samur og ég kemst ekki á leikana í Tókýó þá vil ég komast á leikana í París. Ég verð þá 37 ára gömul en ég verð þá með fjögurra stelpu sem hlýtur að vera auðveldara en að vera með eins árs kornabarn,“ sagði Jade Lally. Það má lesa allt viðtalið við hana hér.
Ólympíuleikar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira