Vilja ekki fara sér óðslega Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“ Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins. „Það sem er jákvætt í þessu er að við erum raunverulega að klára þetta. Það er ekki verið að rjúka fram með einhverjar yfirlýsingar eða hálfkveðnar vísur. Við bara erum að klára þetta. Þetta er mjög langt komið,“ segir Ragnar. Sá þáttur sem lýtur að VR er nánast tilbúinn að sögn Ragnars. Nú sé verið að lesa yfir textann og klára smáatriði. „Ég veit ekki nákvæmlega hver staðan er hjá Starfsgreinafélögunum. En við erum rétt á lokametrunum Verslunarmenn og ég reikna með að þetta sé að nálgast líka hjá hinum. Það er ekkert bakslag þetta tekur bara tíma.“ Ragnar segir að samningurinn muni gilda til nóvembermánaðar árið 2022. Þá séu mörg atriði inn í hinum svokallaða „lífskjarapakka“ stjórnvalda sem komi til framkvæmda yfir tiltekin tímabil. „Gríðarlega mörg atriði og ég þyrfti að hafa tölvu fyrir framan mig til að geta lesið þau öll upp.“ Aðspurður hvort fyrirvarar séu gerðir í samningnum svarar Ragnar: „Þetta eru samningar sem eru um ákveðna sviðsmynd inn í nánustu framtíð og næstu ár og fyrirvararnir sem við gerum í samningnum snúast um þá sviðsmynd sem við erum að reyna að ná fram í þessum samningum.“ Ragnar segist ekki treysta sér í að nefna neina tímasetningu. „Við munum skrifa undir og við munum klára þetta hvort sem það verður eftir klukkutíma, tvo eða þrjá. Ég get bara ekki lengur sett mér einhver tímamörk af því að tímamörkin sem við höfum gefið okkur hingað til hafa ekki staðist.“
Kjaramál Reykjavík síðdegis Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10 Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06 Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01 Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Hefði viljað ákveðnari lendingu um verðtryggingu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að fylgja samkomulagi um verðtryggingu fast á eftir. 3. apríl 2019 12:10
Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir. 3. apríl 2019 17:06
Fundi frestað og stefnt að undirskrift á morgun Fundað aftur klukkan átta á morgun en Ragnar Þór segir samningsaðila hafa verið orðna dauðþreytta. 3. apríl 2019 00:01
Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. 3. apríl 2019 16:28