Kútalaus í djúpu lauginni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Leikferill Arons Más Ólafssonar, betur þekktur sem Aron Mola, fer kröftuglega af stað. Hann leikur eitt aðalhlutverkið í Kæru Jelenu sem er frumsýnt í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Næsta haust mun hann svo standa á stóra sviði Þjóðleikhússins. FBL/Sigtryggur Ari Aron Már Ólafsson fékk mikið lof fyrir leik sinn í annarri þáttaröð Ófærðar sem var sýnd skömmu eftir áramót. Hann lék ungan samkynhneigðan mann, Víking, sem glímir við erfiða fjölskyldusögu og áföll. „Þetta var ótrúlega gott hlutverk, ég var heppinn að hafa náð að lenda því. Þetta var vissulega krefjandi hlutverk. Að fá að prófa að leika með atvinnuleikurum og fá góða leikstjórn. Mér var hent út í djúpu laugina. Fór beint frá því að leika með samnemendum mínum í þetta,“ segir Aron Már. Aron Már stundar leiklist í Listaháskóla Íslands og mun útskrifast með BA-gráðu í vor. Það hlýtur að vera kostur að geta fengið svona tækifæri snemma á ferlinum? „Já, eins og margir segja í gamni. Það er auðvelt að vera heimsfrægur á Íslandi. Það getur verið gott að fá tækifærin snemma en það getur líka verið slæmt. Það fer líklega eftir því hvort þú ert tilbúinn og hvort hlutverkið er gott, “ segir Aron Már. „Samfélag okkar er lítið og tækifærin mörg. Ef maður vill líta út fyrir landsteinana þá er gott að búa að þessari reynslu að hafa leikið stór hlutverk í kvikmyndum og á sviði.“ Aron Már er í stífu æfingaferli í Borgarleikhúsinu þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann fer með eitt aðalhlutverkanna í Kæru Jelenu, verki eftir Ljúdmílu Razumovskaju sem hefur farið sigurför um heiminn frá því það var skrifað árið 1980. Verkið var sett á svið í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 30 árum í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur sem Kristín Eiríksdóttir skáld hefur fært nær okkur í stað og tíma.Sjokkerandi verk „Leikritið fjallar í stuttu máli um fjóra nemendur sem koma að kvöldi til kennara síns. Þau krefjast svolítils af henni og meira segi ég ekki,“ segir hann og hlær og vill alls ekki gefa söguþráðinn upp til þeirra sem eru að sjá verkið í fyrsta sinn. Verkið hefur verið sett nokkrum sinnum á fjalir íslenskra leikhúsa og þykir höfða til ungs fólks. „Verkið var síðast sett upp í stóru leikhúsunum á tíunda áratugnum.Anna Kristín Arngrímsdóttir lék Jelenu, en nemendurnir voru leiknir af Baltasar Kormáki, Halldóru Björnsdóttur, Hilmari Jónssyni og Ingvari E. Sigurðssyni. En það er gaman að segja frá því að ég lék í Kæru Jelenu í Verslunarskólanum. Fór reyndar með annað hlutverk þá, mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. Verkið á erindi í dag eins og áður en það spyr grundvallarspurninga um okkur og mannseðlið.“Aron Már leikur í sinni fyrstu sýningu í atvinnuleikhúsi.BorgarleikhúsiðÚtvarpsstöð í vexti Aron Már er einn stofnenda hins nýja Útvarps 101. „Ég er einn eigenda en hef verið of upptekinn í leikhúsinu til að sinna stöðinni. Hún er reyndar í góðum höndum félaga minna. Ég kem sterkur inn þegar hægist um hjá mér. Daginn sem við opnuðum stöðina höfðum við unnið að því að stofna hana í algjörri leynd. Því það var gat á markaðnum. Við vildum huga betur að menningu og ungu fólki. Í einu orði þá snýst Útvarp 101 um menningu. Við erum náttúrulega með frábæran tónlistarstjóra, sem er Logi Pedro. Vikulega er haldinn fundur þar sem er farið yfir allt sem er í deiglunni. Hvað er nýtt? Hvað er áhugavert og þarf að fara í spilun. Við erum alveg á tánum. Og munum á næstunni kynna næsta skref, ég hlakka til þegar ég má segja frá því,“ segir Aron Már og lætur ekkert uppi þrátt fyrir mikinn þrýsting. Stressandi og stórt skref Í haust leikur Aron Már Shakespeare í Þjóðleikhúsinu í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Verkið verður frumsýnt í október á stóra sviðinu. Það er byggt á samnefndri kvikmynd sem fékk sjö Óskarsverðlaun árið 1998 þar sem Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes fóru með aðalhlutverk. Leikgerðin hefur verið vinsæl á West End í London síðustu fimm ár. Á móti Aroni Má leikur Lára Jóhanna Jónsdóttir.„Já, ég svík lit og fer yfir í Þjóðleikhúsið,“ segir Aron Már í gamni. „En þetta er gríðarlegt stökk. Að fara af litla sviðinu yfir á stóra svið Þjóðleikhússins. Litla sviðið hér er reyndar frábært. Mér finnst nálægðin góð, mér finnst ég umkringdur og það er þægilegt. En það er mjög stressandi að vera að fara að leika aðalhlutverk á stóra sviðinu. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að ég er mjög stressaður. Þetta er krefjandi en góð áskorun. Og ég er reyndar svolítið fyrir það að vera hent kútalausum í djúpu laugina.“ Föðurhlutverkið mikilvægast „Mikilvægasta hlutverkið er nú samt föðurhlutverkið,“ segir Aron Már. Hann og kærasta hans, Hildur Skúladóttir, eignuðust son í janúar á síðasta ári. „Lífið er gott. Hann er kominn á leikskóla og er á ungbarnadeild. Við vorum að flytja á Laufásveg og hann fer á Laufásborg. Það er allt að smella. Konan mín er að sækja um í meistaranám í sálfræði og starfar sem flugfreyja. Hún er ótrúlega hæfileikarík og ég er alla daga mjög stoltur af henni,“ segir Aron Már. Hvernig gengur ykkur að máta þetta saman, leikaralífið og fluglífið? „Það fer ágætlega saman. Þegar hún er að fljúga er ég oft svolítið laus á daginn og á ofsalega góðan tíma með syni mínum. Ómetanlegur tími, finnst mér.Leikaralífið, það er reyndar svolítið skrýtið líf. Og allt öðruvísi en á setti í kvikmyndum. Þú þarft að muna allan textann þinn. Allar línurnar. Alltaf að grufla og grafa og í konstant sambandi við leikstjórann og samleikara þína. Maður er að hnoða leir. En í bíó getur þú dútlað þér,“ segir Aron Már. Lánaðar tilfinningarGóður leikari þarf að vera í góðu sambandi við tilfinningar sínar. Hefur ferlið sem þú varst í hjálpað þér? „Það er munur á því að tala um eigin tilfinningar og tilfinningar á sviði. Tilfinningar á sviði eru lánaðar tilfinningar og maður þarf af bestu getu að skilja þarna á milli. Þetta er jafnvægi sem maður þarf að finna. Maður þarf að passa upp á sig.“ „Þetta er eins og pípulögn, þú þarft bara að vita hvernig þú skrúfar frá. Ég er enn að læra þetta. Finna mitt tilfinningaróf á sviði. Þegar maður upplifir tilfinningar, ef maður er sannur í sínu, þá koma þær bara yfir mann. En þegar maður fer á svið þá þarf maður að geta stjórnað þessu. Að geta, í hvaða ástandi sem er, skilið á milli.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir „Maður finnur ennþá fyrir henni á vissum tímum“ Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson, AronMola eins og margir þekkja hann, ræðir hið gríðarstóra verkefni að ala upp ungan dreng í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og hvernig það var að mæta sársaukanum eftir að hafa misst fimm ára gamla systur sína í slysi. 4. desember 2018 10:30 Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast "Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. 3. desember 2018 15:30 Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Aron Már Ólafsson fékk mikið lof fyrir leik sinn í annarri þáttaröð Ófærðar sem var sýnd skömmu eftir áramót. Hann lék ungan samkynhneigðan mann, Víking, sem glímir við erfiða fjölskyldusögu og áföll. „Þetta var ótrúlega gott hlutverk, ég var heppinn að hafa náð að lenda því. Þetta var vissulega krefjandi hlutverk. Að fá að prófa að leika með atvinnuleikurum og fá góða leikstjórn. Mér var hent út í djúpu laugina. Fór beint frá því að leika með samnemendum mínum í þetta,“ segir Aron Már. Aron Már stundar leiklist í Listaháskóla Íslands og mun útskrifast með BA-gráðu í vor. Það hlýtur að vera kostur að geta fengið svona tækifæri snemma á ferlinum? „Já, eins og margir segja í gamni. Það er auðvelt að vera heimsfrægur á Íslandi. Það getur verið gott að fá tækifærin snemma en það getur líka verið slæmt. Það fer líklega eftir því hvort þú ert tilbúinn og hvort hlutverkið er gott, “ segir Aron Már. „Samfélag okkar er lítið og tækifærin mörg. Ef maður vill líta út fyrir landsteinana þá er gott að búa að þessari reynslu að hafa leikið stór hlutverk í kvikmyndum og á sviði.“ Aron Már er í stífu æfingaferli í Borgarleikhúsinu þegar blaðamaður nær tali af honum. Hann fer með eitt aðalhlutverkanna í Kæru Jelenu, verki eftir Ljúdmílu Razumovskaju sem hefur farið sigurför um heiminn frá því það var skrifað árið 1980. Verkið var sett á svið í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 30 árum í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur sem Kristín Eiríksdóttir skáld hefur fært nær okkur í stað og tíma.Sjokkerandi verk „Leikritið fjallar í stuttu máli um fjóra nemendur sem koma að kvöldi til kennara síns. Þau krefjast svolítils af henni og meira segi ég ekki,“ segir hann og hlær og vill alls ekki gefa söguþráðinn upp til þeirra sem eru að sjá verkið í fyrsta sinn. Verkið hefur verið sett nokkrum sinnum á fjalir íslenskra leikhúsa og þykir höfða til ungs fólks. „Verkið var síðast sett upp í stóru leikhúsunum á tíunda áratugnum.Anna Kristín Arngrímsdóttir lék Jelenu, en nemendurnir voru leiknir af Baltasar Kormáki, Halldóru Björnsdóttur, Hilmari Jónssyni og Ingvari E. Sigurðssyni. En það er gaman að segja frá því að ég lék í Kæru Jelenu í Verslunarskólanum. Fór reyndar með annað hlutverk þá, mér finnst það ótrúlega skemmtilegt. Verkið á erindi í dag eins og áður en það spyr grundvallarspurninga um okkur og mannseðlið.“Aron Már leikur í sinni fyrstu sýningu í atvinnuleikhúsi.BorgarleikhúsiðÚtvarpsstöð í vexti Aron Már er einn stofnenda hins nýja Útvarps 101. „Ég er einn eigenda en hef verið of upptekinn í leikhúsinu til að sinna stöðinni. Hún er reyndar í góðum höndum félaga minna. Ég kem sterkur inn þegar hægist um hjá mér. Daginn sem við opnuðum stöðina höfðum við unnið að því að stofna hana í algjörri leynd. Því það var gat á markaðnum. Við vildum huga betur að menningu og ungu fólki. Í einu orði þá snýst Útvarp 101 um menningu. Við erum náttúrulega með frábæran tónlistarstjóra, sem er Logi Pedro. Vikulega er haldinn fundur þar sem er farið yfir allt sem er í deiglunni. Hvað er nýtt? Hvað er áhugavert og þarf að fara í spilun. Við erum alveg á tánum. Og munum á næstunni kynna næsta skref, ég hlakka til þegar ég má segja frá því,“ segir Aron Már og lætur ekkert uppi þrátt fyrir mikinn þrýsting. Stressandi og stórt skref Í haust leikur Aron Már Shakespeare í Þjóðleikhúsinu í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. Verkið verður frumsýnt í október á stóra sviðinu. Það er byggt á samnefndri kvikmynd sem fékk sjö Óskarsverðlaun árið 1998 þar sem Gwyneth Paltrow og Joseph Fiennes fóru með aðalhlutverk. Leikgerðin hefur verið vinsæl á West End í London síðustu fimm ár. Á móti Aroni Má leikur Lára Jóhanna Jónsdóttir.„Já, ég svík lit og fer yfir í Þjóðleikhúsið,“ segir Aron Már í gamni. „En þetta er gríðarlegt stökk. Að fara af litla sviðinu yfir á stóra svið Þjóðleikhússins. Litla sviðið hér er reyndar frábært. Mér finnst nálægðin góð, mér finnst ég umkringdur og það er þægilegt. En það er mjög stressandi að vera að fara að leika aðalhlutverk á stóra sviðinu. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að ég er mjög stressaður. Þetta er krefjandi en góð áskorun. Og ég er reyndar svolítið fyrir það að vera hent kútalausum í djúpu laugina.“ Föðurhlutverkið mikilvægast „Mikilvægasta hlutverkið er nú samt föðurhlutverkið,“ segir Aron Már. Hann og kærasta hans, Hildur Skúladóttir, eignuðust son í janúar á síðasta ári. „Lífið er gott. Hann er kominn á leikskóla og er á ungbarnadeild. Við vorum að flytja á Laufásveg og hann fer á Laufásborg. Það er allt að smella. Konan mín er að sækja um í meistaranám í sálfræði og starfar sem flugfreyja. Hún er ótrúlega hæfileikarík og ég er alla daga mjög stoltur af henni,“ segir Aron Már. Hvernig gengur ykkur að máta þetta saman, leikaralífið og fluglífið? „Það fer ágætlega saman. Þegar hún er að fljúga er ég oft svolítið laus á daginn og á ofsalega góðan tíma með syni mínum. Ómetanlegur tími, finnst mér.Leikaralífið, það er reyndar svolítið skrýtið líf. Og allt öðruvísi en á setti í kvikmyndum. Þú þarft að muna allan textann þinn. Allar línurnar. Alltaf að grufla og grafa og í konstant sambandi við leikstjórann og samleikara þína. Maður er að hnoða leir. En í bíó getur þú dútlað þér,“ segir Aron Már. Lánaðar tilfinningarGóður leikari þarf að vera í góðu sambandi við tilfinningar sínar. Hefur ferlið sem þú varst í hjálpað þér? „Það er munur á því að tala um eigin tilfinningar og tilfinningar á sviði. Tilfinningar á sviði eru lánaðar tilfinningar og maður þarf af bestu getu að skilja þarna á milli. Þetta er jafnvægi sem maður þarf að finna. Maður þarf að passa upp á sig.“ „Þetta er eins og pípulögn, þú þarft bara að vita hvernig þú skrúfar frá. Ég er enn að læra þetta. Finna mitt tilfinningaróf á sviði. Þegar maður upplifir tilfinningar, ef maður er sannur í sínu, þá koma þær bara yfir mann. En þegar maður fer á svið þá þarf maður að geta stjórnað þessu. Að geta, í hvaða ástandi sem er, skilið á milli.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir „Maður finnur ennþá fyrir henni á vissum tímum“ Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson, AronMola eins og margir þekkja hann, ræðir hið gríðarstóra verkefni að ala upp ungan dreng í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og hvernig það var að mæta sársaukanum eftir að hafa misst fimm ára gamla systur sína í slysi. 4. desember 2018 10:30 Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast "Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. 3. desember 2018 15:30 Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Maður finnur ennþá fyrir henni á vissum tímum“ Leikarinn og samfélagsmiðlastjarnan Aron Már Ólafsson, AronMola eins og margir þekkja hann, ræðir hið gríðarstóra verkefni að ala upp ungan dreng í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og hvernig það var að mæta sársaukanum eftir að hafa misst fimm ára gamla systur sína í slysi. 4. desember 2018 10:30
Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast "Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. 3. desember 2018 15:30
Aron Mola til liðs við Þjóðleikhúsið og leikur Shakespeare í haust Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, hefur samið við Þjóðleikhúsið og mun hann leika sjálfan Shakespeare í verkinu Shakespeare in Love í leikstjórn leikstjórans Selmu Björnsdóttur. 20. mars 2019 11:15