Evrópusambandið þurrkað út af breskum vegabréfum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. apríl 2019 11:25 Munurinn á bréfunum er ekki auðsjáanlegur en þó veigamikill. Twitter Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Búið er að breyta hönnun breskra vegabréfa lítillega en tvö efstu orðin á framsíðu þeirra hafa verið fjarlægð. Breytingin kann að virðast lítilvæg í fyrstu en verður þó að teljast nokkuð veigamikil. Orðin tvö sem ekki er hægt að finna framan á nýjustu útgáfu þeirra eru European Union (Evrópusambandið). Hin nýju vegabréf, sem líkjast þeim gömlu í einu og öllu, ef frá er talið Evrópusambandið, voru fyrst gefin út 30. mars, degi eftir að áætlað var að Bretar gengu út úr ESB. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem breskum stjórnvöldum hefur ekki tekist að fá drög sín að útgöngusamningi samþykkt af þinginu. Evrópusambandið veitti Bretum því frest til 12. apríl til þess að vinna að útgöngusamningi. Verði ekki komin niðurstaða í samningamál fyrir þann tíma, er hætt við því að Bretland komi til með að hrynja út úr Evrópusambandinu án samnings, sem verður að teljast langt frá því að vera draumastaða fyrir Bretland. Twitternotandinn Susan Barone var ein þeirra sem hnaut um breytinguna og henni var langt frá því að vera skemmt. Hún tísti „SANNARLEGA OFBOÐIÐ. Náði í nýja vegabréfið mitt í dag – það gamla rennur út á næstu mánuðum. Sjá að neðan: Finnið muninn!“TRULY APPALLED. Picked up my new passport today - my old one expires in the next couple of months. See below: Spot the difference! pic.twitter.com/R7BW9lk6I5 — Susan Hindle Barone (@SpinHBarone) April 5, 2019 Í samtali við PA sagði hún viðbrögð sín við breytingunni hafa stafað af undrun, þar sem Bretland væri enn meðlimur Evrópusambandsins. „Ég var hissa að gerð hafi verið breyting þar sem við [Bretland] erum ekki farin [úr Evrópusambandinu] og þetta er áþreifanlegt merki einhvers sem ég tel vera algjörlega tilgangslaust. Hvað græðum við á því að fara? Það er í það minnst hellingur sem við töpum á því.“ Vegabréfin voru framleidd þar sem gengið var út frá því að Bretland kæmi til með að ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars. Talskona innanríkisráðuneytis Bretlands segir að vegabréf með yfirskrift Evrópusambandsins verði áfram gefin út, meðan birgðir endast, til þess að spara fé breskra skattgreiðenda. „Það verður enginn munur fyrir breska ríkisborgara, hvort sem þeir nota vegabréf með orðinu „Evrópusambandið“ framan á, eða ekki. Báðar útgáfur verða jafngildar við ferðalög,“ sagði talskonan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira