Kylfunum stolið af bílastæði hótelsins aðfaranótt fyrsta risamóts ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:30 Annie Park mun líklega aldrei skilja kylfurnar eftir í bílnum sínum aftur vísir/getty Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira