Kylfunum stolið af bílastæði hótelsins aðfaranótt fyrsta risamóts ársins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:30 Annie Park mun líklega aldrei skilja kylfurnar eftir í bílnum sínum aftur vísir/getty Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma. Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingnum Annie Park mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn á fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu eftir að kylfum hennar var stolið daginn sem mótið hófst. Hin 23 ára Park hefur farið þrisvar í gegnum niðurskurð á risamóti, hennar besti árangur var 18. sætið á PGA meistaramóti kvenna á síðasta ári. Hún var mætt til suður Kaliforníu tilbúin til þess að keppa á ANA Inspiration risamótinu en vaknaði við slæman draum á fimmtudagsmorgun, morgun fyrsta keppnisdagsins. Kylfunum hennar hafði verið stolið úr bílnum hennar á bílastæði hótelsins. „Ég trúði þessu ekki í fyrstu en þurfti að trúa þessu mjög fljótt. Þeir tóku kylfurnar, töskuna, kúlurnar, hanska, hatt og peysu. Þeir tóku bara allt,“ sagði Park. Hún náði að týna saman kylfusett úr kylfum frá kylfusveininum, auka kylfum sem hún hafði geymt annars staðar og fékk svo nokkrar kylfur með hjálp golfklúbbsins. Kylfurnar voru þó ekki allar eins og best hefði á kosið fyrir hennar sveiflur og fór svo að hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún spilaði fyrsta hringinn á fjórum höggum yfir pari og annan hringinn á 6 höggum yfir pari. Hún endaði fimm höggum frá niðurskurðinum. In-Kyung Kim átti hins vegar ekki í neinum vandræðum með sínar sveiflur og er í forystu í mótinu á átta höggum undir pari eftir tvo daga. Kim verður í eldlínunni á Stöð 2 Sport 4 í kvöld þegar útsending hefst frá þriðja keppnisdegi klukkan 21:00 að íslenskum tíma.
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira