Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 13:20 Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“ Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“
Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02
Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28