Kim leiðir með minnsta mun fyrir lokahringinn í Texas Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2019 22:29 Kim lék á þremur höggum undir pari í dag. vísir/getty Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00. Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Kóreumaðurinn Si Woo Kim er með eins höggs forystu eftir þrjá hringi á Valero Texas Open mótinu sem er hluti af PGA-mótaröðinni í golfi.Leaderboard thru 54 holes @ValeroTxOpen: 1. Si Woo Kim -15 2. @CoreConn -14 3. @Hoffman_Charley -13 T4. @ScottBrownGolf -11 T4. @JhonattanVegas T4. Kyoung-Hoon Lee pic.twitter.com/ecPG8dbRhO — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kim er samtals á 15 höggum undir pari. Hann lék fyrstu tvo hringina á sex höggum undir pari og í dag lék hann á þremur höggum undir pari. Í gær fór Kim holu í höggi á 16. braut. Hann var hársbreidd frá því að endurtaka leikinn í dag.Si Woo Kim had a hole-in-one on the 16th hole Friday. On Saturday, he nearly did it again.pic.twitter.com/vwmgi3xc8I — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Eftir fyrstu tvo hringina var hinn 23 ára Kim með fjögurra högga forystu á næstu menn. Meðal þeirra voru Bandaríkjamennirnir Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hvorugur náði sér á strik í dag og léku þeir báðir á einu höggi yfir pari. Spieth lék skelfilega á fyrri níu holunum en bjargaði andlitinu með góðri spilamennsku á seinni níu. Spieth og Fowler eru í 16.-23. sæti, átta höggum á eftir Kim. Hinn bandaríski Charley Hoffman lék manna best í dag, á átta höggum undir pari og lyfti sér upp um 17 sæti og í það þriðja. Hoffman er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir Kim. Hann á besta hringinn á mótinu til þessa.Lowest round of the week.@Hoffman_Charley is looking for his second win at the @ValeroTxOpen.#LiveUnderParpic.twitter.com/Rec9nBJcDl — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2019 Kanadamaðurinn Corey Conners lék einnig vel í dag. Hann fór hringinn á sjö höggum undir pari og er enn í 2. sætinu. Hann er aðeins höggi á eftir Kim. Jafnir í 4.-6. sæti eru Bandaríkjamaðurinn Scott Brown, Jhonattan Vegas frá Venesúela og Kóreumaðurinn Kyoung-Hoon Lee. Þeir eru á ellefu höggum undir pari. Hægt verður að fylgjast með lokahringnum á Valero Texas Open á Stöð 2 Golf á morgun. Bein útsending hefst klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira