Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 08:15 Fjölskyldan saman á góðri stund við útskrift hjá Davíð Karli. Jón Þröstur er vinstra megin við hann. Með þeim eru systur þeirra, Þórunn og Anna, og bróðir þeirra, Daníel Örn. Fjölskyldan heldur enn í vonina á erfiðum tímum. „Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“ Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
„Staðan er mjög erfið. Við erum á krossgötum. Við ætlum ekki að gefast upp, en málið er mjög flókið,“ segir Davíð Karl Wiium, yngri bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust á Írlandi í byrjun febrúar. „Hann er búinn að vera týndur núna í tvo mánuði. Þetta er mjög snúið.“ Jón Þröstur gekk út af hótelherbergi sínu laugardagsmorguninn 9. febrúar síðastliðinn og út á götur Whitehall-hverfisins í Dublin. Hann sást á öryggismyndavél fyrir utan Highfield-hjúkrunarheimilið fyrir aftan hótelið upp úr klukkan 11. Þá var Jón Þröstur á gangi upp Swords Road, klæddur í svarta úlpu að reykja sígarettu. Síðan hefur ekkert sést til hans. Lögreglan fékk fjölda ábendinga. „Það kom inn mikið magn af ábendingum sem þeir eru búnir að vera að vinna í en það hefur ekki skilað neinum árangri, ekki af neinu viti. Það er ekki að koma inn jafn mikið af ábendingum og var. Ég talaði síðast við þá í gær og þá var sama staða uppi. Það er úr litlu að moða. Það stendur til að endurbirta tilkynninguna úti til að hressa upp minnið hjá fólki.“ Fjölskylda Jóns Þrastar, fjöldi sjálfboðaliða, lögregla og björgunarsveitir eru búnar að leita af sér allan grun á svæðinu í kringum hótelið. Notast var við leitarhunda og þyrlu. Einnig er búið að leita með fram sjónum við Whitehall-hverfið. Þykir því líklegt að Jón Þröstur hafi stigið upp í leigubíl en það eru þó einungis getgátur. Fjölskyldan hefur verið mjög dugleg við að vekja athygli á málinu og hafa þau skipst á að vera úti á Írlandi. „Nokkur eru úti núna. Nú erum við að vinna í að setja saman áætlun um hvernig er best að halda málinu til streitu. Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að halda áfram samskiptum við lögregluna, bara upp á að halda málinu gangandi,“ segir Davíð Karl. Þegar Jón Þröstur yfirgaf hótelið var hann ekki með síma eða vegabréf á sér. Hann var með greiðslukort en þau hafa ekki verið notuð. Ólíklegt er talið að hann sé með mikið reiðufé á sér. Lögreglan hefur ekki útilokað að Jón Þröstur hafi farið úr landi og hefur alþjóðalögreglan Interpol lýst eftir honum. „Eftir allan þennan tíma og alla þessa vinnu, bæði hjá okkur og lögreglunni, þá er ekkert sem við höfum beinlínis í höndunum sem hefur fært okkur eitthvað nær. Þetta er spurning um að draga inn andann og reyna að skipuleggja sig, því það stefnir í að þetta taki lengri tíma en við höfðum vonað,“ segir Davíð Karl. „Þetta snýst bara mest um að bíða, vona og sjá.“
Birtist í Fréttablaðinu Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira