Finn að þetta er á réttri leið Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. apríl 2019 16:00 Eygló sér fyrir endann á áralangri baráttu við bakmeiðsli sem hafa plagað hana. Fréttablaðið/ernir Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir nældi sér í tvenn gullverðlaun á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fór fram um helgina. Eygló kom fyrst í mark í 200 metra baksundi á föstudaginn á tímanum 2:17,44, um sex sekúndum á undan Stefaníu Sigþórsdóttur. Eygló Ósk fylgdi því eftir með sigri í hundrað metra baksundi á laugardaginn þegar hún kom í mark á 1:03,25, rúmum þremur sekúndum á undan Írisi Ósk Hilmarsdóttur. Fyrri Íslandsmeistaratitillinn reyndist hennar hundraðasti. Aðspurð um þann titil sagðist Eygló hafa vitað af því að þessi áfangi væri innan seilingar. „Mamma mín er talnaglögg og skrifar allt svona niður. Hún var búin að minnast á þetta við mig í fyrra þegar ég varð Íslandsmeistari í 99. sinn svo að ég var ákveðin í að ná þeim hundraðasta um helgina,“ sagði Eygló létt þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hennar. „Þetta er merkilegur áfangi og verður flottur þegar maður lítur til baka að ferlinum loknum.“ Eygló Ósk var kosin íþróttamaður ársins árið 2015 og keppti til úrslita í 200 metra baksundi á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Um vorið 2017 tóku sig upp erfið bakmeiðsli sem hún hefur verið að glíma við en nú er hún að ná sér á strik á ný. „Það eru komin tvö ár í maí síðan ég meiddist. Ég er ennþá að reyna að stýra þessu en ég finn að ég er orðin miklu betri og að þetta er á réttri leið. Ég er farin að geta æft mun meira og finn fyrir framförum,“ sagði Eygló og hélt áfram: „Ég byrjaði hjá nýjum sjúkraþjálfara síðasta sumar þegar ég flutti heim frá Svíþjóð og við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Ég finn það að ég er óðum að ná fyrri styrk,“ sagði hún. Eygló er í miðri prófatörn og segir að það hafi verið sérstakt að keppa á sama tíma. „Heilt yfir er ég ánægð með helgina. Ég veit að ég get betur en það er mikið stress í tengslum við skólann þessa dagana. Ég stefni á að gera enn betur á næsta móti og bæta tímana mína,“ sagði Eygló sem fer í lokapróf í háskólanum í dag. Í sumar er HM í 50 metra laug í Suður-Kóreu og segist Eygló að sjálfsögðu vera með augastað á því en sé einnig að horfa til lengri tíma. „Ég veit af mótinu og verð vonandi orðin góð þegar að því kemur en stærra markmiðið er að ná lágmarki á Ólympíuleikana og hefja undirbúninginn fyrir þá,“ sagði Eygló, aðspurð út í HM í sumar. „Fyrsta markmiðið er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020 og svo sjáum við til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira