Tryggði sér óvæntan sigur og sæti á Mastersmótinu en eiginkonan stal sviðsljósinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2019 13:00 Corey Conners fagnar sigri eftir lokapúttið og svo með eiginkonunni. Samsett/Getty Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019 Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira
Sagan á bak við þátttöku bandaríska kylfingsins Corey Conners á Mastersmótinu í ár er ævintýraleg. Viðbrögð eiginkonunnar slógu líka í gegn á samfélagsmiðlum. Mastersmótið hefst á fimmtudaginn á Augusta National golfvellinum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Þetta er 83. Mastersmótið í sögunni og fyrsta risamót kylfinga á árinu 2019. Fyrir viku síðan þá var Corey Conners nær óþekktur kylfingur að berjast við 72 aðra kylfinga um að tryggja sig inn á PGA-mótið Valero Texas Open. Nú viku síðar er hann að undirbúa sig fyrir að spila á Mastersmótinu í golfi."We'll remember that forever."#LiveUnderParpic.twitter.com/Q81mrIYn7a — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners vann sex manna umspil og tryggði sér sæti á Valero Texas Open. Conners spilaði frábærlega á mótinu og þá sérstaklega um helgina. Hann endaði mótið í fyrsta sæti á tuttugu höggum undir pari. Conners spilaði tvo síðustu hringina á 66 höggum og fékk meðal annars tíu fugla í gær. Hann endaði Valero Texas Open á tveimur höggum á undan næsta manni. Sigurinn skilaði Corey 1350 þúsund dollara í verðlaunafé eða meira en 160 milljónir íslenskra króna. Með sigri sínum á Valero Texas Open þá fékk Corey Conners líka þátttökurétt á Mastersmótinu. „Þetta er svolítð eins og að lenda í hvirfilbyl. Ég átti ekki von á því að vera að fara að keppa á Augusta National eftir þessa helgi en ég er virkilega spenntur,“ sagði Corey Conners.What a difference a week makes. Monday qualifier at Valero Monday at the Masters#LiveUnderParpic.twitter.com/S2Tb93hD1g — PGA TOUR (@PGATOUR) April 8, 2019Corey Conners er 27 ára Kanadamaður en eftir dramatískan lokadag þar sem hann hann fékk meðal annars skolla á fjórum holum í röð og svo sex fugla á seinni níu holunum, þá var það eiginkonan sem fékk mesta athygli á samfélagsmiðlunum. Malory, eiginkona Corey Conners, fylgdist nefnilega vel með manni sínum á þessum skrautlega lokahring þar sem hann tryggði sér sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni. Það mátti vel sjá á viðbrögðum Malory að það gekk ýmislegt á í spilamennsku Corey Conners á þessum sögulega degi. Sjónvarpsmyndavélarnar voru líka fljótar að grípa það á lofti enda varð út frábært sjónvarp eins og sjá má hér fyrir neðan.When your wife's watching you try to get your first PGA TOUR win ...#LiveUnderParpic.twitter.com/recy5nSRal — PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2019Another one. pic.twitter.com/skYoyFHGXJ — Skratch (@Skratch) April 7, 2019„Hún er besti stuðningsmaðurinn minn og þetta var frábært. Við áttum sérstaka stund saman eftir að ég setti niður púttið á átjándu. Ég mun aldrei gleyma henni,“ sagði Corey Conners. Það má sjá þessa sérstöku stund þeirra hér fyrir neðan.Final update: They lived happily ever after. pic.twitter.com/okhpP1OOJX — Skratch (@Skratch) April 7, 2019
Golf Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Sjá meira