Meiri kraftur að komast í kjaraviðræður á opinbera markaðnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Vilhelm „Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
„Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira