Sleðahundurinn Katrín Tanja ætlaði að verða lögfræðingur og sendiherra Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 12:00 Katrín Tanja vill vera í vinnunni eins og sleðahundur. mynd/twitter Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan. Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stefnir á þriðja sigurinn á heimsleikunum í CrossFit síðar á þessu ári en hún vann leikana tvö ár í röð 2015 og 2016. Hún tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í ár með því að valta yfir mót í Suður-Afríku en Auðunn Blöndal fylgdi henni eftir þar í þættinum Atvinnumennirnir okkar. Hann ræddi meðal annars við þjálfara Katrínar, Bandaríkjamanninn Ben Bergeron, sem er búinn að hafa mikil áhrif á feril Katrínar en hann lýsir henni á skemmtilegan máta. „Hún er eins og sleðahundur. Hún elskar að vera í vinnunni. Þegar að sleðahundur er ekki að vinna líður honum illa en þegar að hann er að störfum gæti hann ekki verið ánægðari. Katrín er nákvæmlega þannig,“ segir Ben Bergeron. Cole Sager, æfingafélagi Katrínar, fer einnig fögrum orðum um hana og viðurkennir að sjálfur er hann aðdáandi íslensku CrossFit-drottningarinnar.Katrín Tanja Davíðsdóttir leggur mikið á sig.Instagram/katrintanja„Það er ótrúlegt að æfa með henni. Hún er ein sú duglegasta sem ég hef æft með. Katrín er eitt stærsta nafnið í þessum heimi. Það er frekar töff fyrir mig að vera æfinga félagi hennar. Ég er enn þá svolítill aðdáandi hennar,“ segir Sager. Katrín Tanja stefndi ekki beint á toppinn í CrossFit á sínum tíma en hún ætlaði sér menntabrautina í hálaunastarf. „Ég ætlaði alltaf að verða lögfræðingur og sendiherra eins og afi. Ég var með níu komma eitthvað í meðaleinkunn og gekk vel í skóla,“ segir Katrín Tanja en Annie Mist kveikti áhuga hennar á íþróttinni. „Ég hef alltaf verið með þetta ótrúlega mikla keppnisskap og ég var að leita að einhverju eftir að ég hætti í fimleikum 16 ára. Síðan sá ég þessa myndbandsseríu um Annie Mist þegar að hún vinnur heimsleikana og hún var í fréttunum út um allt. Mamma og amma spurðu hvort ég vildi ekki prófa þetta og þá var ekki aftur snúið,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. Brot úr Atvinnumönnunum okkar má sjá hér að neðan.
Atvinnumennirnir okkar CrossFit Tengdar fréttir Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45 Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30 Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Þriggja vasaklúta þáttur um Katrínu Tönju: „Hún gerði þetta“ Crossfit-drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir var gestur í öðrum þætti af Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gærkvöldi. 8. apríl 2019 14:45
Sara vann „The Open“ og Íslendingum fjölgaði á heimsleikunum 2019 Íslenska CrossFit fólkið var að gera góða hluti í opna hluta undankeppninnar fyrir heimsleikana í CrossFit og íslensku þátttakendum fjölgaði um tvo. 2. apríl 2019 09:30
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn