Slökktu í logandi bíl með bílaeldvarnarteppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2019 20:00 Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu Bílar Slökkvilið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira
Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu
Bílar Slökkvilið Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira