Queen-æðið hefur góð áhrif á krakkana Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. mars 2019 08:00 Mercury og May í ham. Tónlist þeirra hefur vakið mikinn áhuga krakka á tónlistarnámi. nordicphotos/Getty Tónlistarkennarar hafa orðið varir við áberandi aukinn áhuga grunnskólakrakka á hljóðfæraleik og að engum nótnablöðum sé um það að fletta að Queen-kvikmyndin Bohemian Rhapsody ráði þar mestu. Krakkar í skólahljómsveitum í Reykjavík blása um þessar mundir We Will Rock You af miklum móð og þverflautur og önnur blásturshljóðfæri og í Seyðisfjarðarskóla er bassinn plokkaður og Bohemian Rhapsody leikið á píanó. „Ég er að kenna unglingum Seyðisfjarðarskóla og það er mjög greinilegt að þeim, kannski aðallega strákunum, finnist þeir og Freddie Mercury sérstaklega alveg hrikalega töff,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson, einnig þekktur í tónlistinni sem Benni Hemm Hemm. „Ég hef alveg heyrt þetta úr fleiri áttum þannig að það er ekkert bara hérna sem krakkar eru í þessum gír. Þau eru að kynnast þessari tónlist í gegnum þessa mynd,“ segir Benni um þessa nýju og nokkuð óvæntu kynslóð Queen-aðdáenda. „Maður fattar það ekki alveg þegar maður er orðinn miðaldra að fólk þekki ekki bara Queen sjálfkrafa.“Benedikt Hermann segir jákvæð áhrif Queen-myndarinnar miklu mikilvægari en þras um gæði hennar.Benni segir þessa vakningu vitaskuld vera hið besta mál en hann vakti athygli á þessari sveiflu í umræðum um myndina á Facebook-vegg Arnars Eggerts Thoroddsen, tónlistargagnrýnanda með meiru. Þar sagði Arnar Eggert myndina vera frábæra en viðbrögðin við þeirri yfirlýsingu voru ekki öll jafn jákvæð. „Fólk var eitthvað að hafa skiptar skoðanir á þessu og ég sagði að mér þætti hún góð, þótt ég hefði ekki séð hana, vegna þessa.“ Benni segir samanburði myndarinnar við raunveruleikann í vandlætingartóni litlu skipta þegar horft sé til þessara jákvæðu áhrifa sem myndin hefur á unglingana. „Þegar maður sér þetta og metur þessa tvo póla þá finnst mér ekki spurning hvað skiptir meira máli.“ Benni segir það enga spurningu að myndin kveiki áhuga krakkanna á því að læra á hljóðfæri. „Hér er til dæmis einn strákur sem er ekki að læra á hljóðfæri en er búinn að læra byrjunina á Bohemian Rhapsody á píanó og maður gerir það ekkert nema mann langi virkilega til þess. Akkúrat núna er hann að spila á fullu á píanó og það er annar sem er að læra bassalínuna í Under Pressure.“ Benni segist ekki geta séð að Queen-æðið kveiki áhuga á einu hljóðfæri umfram annað. „Ég hefði skotið á að það væri píanóið en þetta er greinilega ekkert bundið við það.“ Bassinn kemur einnig sterkur inn, jafnvel umfram rafmagnsgítarinn sem sá mikli meistari Brian May hefur þanið með Queen í áratugi. „Ég er alltaf að tala um hversu frábær hann er en hann er einhvern veginn ekkert efstur á blaði,“ segir Benni og bætir við að það virðist mjög handahófskennt og einstaklingsbundið hvað heillar. „Kannski er hann ekkert spennandi í myndinni, ég veit það ekki. Annars þarf ég náttúrlega að sjá þessa mynd til þess að geta sagt eitthvað af viti um hana en mér finnst þessi áhrif bara frábær.“ Benni viðurkennir fúslega að hann sé sjálfur mikill Queen-aðdáandi og hafi frætt nemendur sína um hana áður en æðið skall á. „Ég hef alveg kynnt Queen fyrir krökkum sem þekkja ekki hljómsveitina og það er eitthvað í þessari tónlist sem gerir það að verkum að maður þarf ekki nostalgíuna til þess að tengja við hana. Það er einhver grunnkjarni í tónlistinni sem allir tengja við og krakkar fatta strax.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Tónlistarkennarar hafa orðið varir við áberandi aukinn áhuga grunnskólakrakka á hljóðfæraleik og að engum nótnablöðum sé um það að fletta að Queen-kvikmyndin Bohemian Rhapsody ráði þar mestu. Krakkar í skólahljómsveitum í Reykjavík blása um þessar mundir We Will Rock You af miklum móð og þverflautur og önnur blásturshljóðfæri og í Seyðisfjarðarskóla er bassinn plokkaður og Bohemian Rhapsody leikið á píanó. „Ég er að kenna unglingum Seyðisfjarðarskóla og það er mjög greinilegt að þeim, kannski aðallega strákunum, finnist þeir og Freddie Mercury sérstaklega alveg hrikalega töff,“ segir Benedikt Hermann Hermannsson, einnig þekktur í tónlistinni sem Benni Hemm Hemm. „Ég hef alveg heyrt þetta úr fleiri áttum þannig að það er ekkert bara hérna sem krakkar eru í þessum gír. Þau eru að kynnast þessari tónlist í gegnum þessa mynd,“ segir Benni um þessa nýju og nokkuð óvæntu kynslóð Queen-aðdáenda. „Maður fattar það ekki alveg þegar maður er orðinn miðaldra að fólk þekki ekki bara Queen sjálfkrafa.“Benedikt Hermann segir jákvæð áhrif Queen-myndarinnar miklu mikilvægari en þras um gæði hennar.Benni segir þessa vakningu vitaskuld vera hið besta mál en hann vakti athygli á þessari sveiflu í umræðum um myndina á Facebook-vegg Arnars Eggerts Thoroddsen, tónlistargagnrýnanda með meiru. Þar sagði Arnar Eggert myndina vera frábæra en viðbrögðin við þeirri yfirlýsingu voru ekki öll jafn jákvæð. „Fólk var eitthvað að hafa skiptar skoðanir á þessu og ég sagði að mér þætti hún góð, þótt ég hefði ekki séð hana, vegna þessa.“ Benni segir samanburði myndarinnar við raunveruleikann í vandlætingartóni litlu skipta þegar horft sé til þessara jákvæðu áhrifa sem myndin hefur á unglingana. „Þegar maður sér þetta og metur þessa tvo póla þá finnst mér ekki spurning hvað skiptir meira máli.“ Benni segir það enga spurningu að myndin kveiki áhuga krakkanna á því að læra á hljóðfæri. „Hér er til dæmis einn strákur sem er ekki að læra á hljóðfæri en er búinn að læra byrjunina á Bohemian Rhapsody á píanó og maður gerir það ekkert nema mann langi virkilega til þess. Akkúrat núna er hann að spila á fullu á píanó og það er annar sem er að læra bassalínuna í Under Pressure.“ Benni segist ekki geta séð að Queen-æðið kveiki áhuga á einu hljóðfæri umfram annað. „Ég hefði skotið á að það væri píanóið en þetta er greinilega ekkert bundið við það.“ Bassinn kemur einnig sterkur inn, jafnvel umfram rafmagnsgítarinn sem sá mikli meistari Brian May hefur þanið með Queen í áratugi. „Ég er alltaf að tala um hversu frábær hann er en hann er einhvern veginn ekkert efstur á blaði,“ segir Benni og bætir við að það virðist mjög handahófskennt og einstaklingsbundið hvað heillar. „Kannski er hann ekkert spennandi í myndinni, ég veit það ekki. Annars þarf ég náttúrlega að sjá þessa mynd til þess að geta sagt eitthvað af viti um hana en mér finnst þessi áhrif bara frábær.“ Benni viðurkennir fúslega að hann sé sjálfur mikill Queen-aðdáandi og hafi frætt nemendur sína um hana áður en æðið skall á. „Ég hef alveg kynnt Queen fyrir krökkum sem þekkja ekki hljómsveitina og það er eitthvað í þessari tónlist sem gerir það að verkum að maður þarf ekki nostalgíuna til þess að tengja við hana. Það er einhver grunnkjarni í tónlistinni sem allir tengja við og krakkar fatta strax.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Nokkrar stórkostlegar sögur af Freddie Mercury sem rötuðu ekki í myndina Djammaði hart, smyglaði frægu fólki inn á klúbba óséðu og reitti tónlistarmenn til reiði. 7. nóvember 2018 11:30
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning