Telja ólíklegt að Ísland komist á EM í gegnum riðilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2019 12:00 Íslensku strákarnir eftir síðasta leikinn á HM 2018. Gylfi Þór Sigurðsson hughreystir Jóhann Berg Guðmundsson. Getty/Clive Brunskill Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. Í spá Gracenote kemur bæði fram prósentulíkur hverrar þjóðar og hvort að það líklegra að hún komist beint inn á EM í gegnum riðilinn eða þurfi að fara í gegnum umspilið. Frakkland, sem er með okkur Íslendingum í riðli, er sú þjóð sem mestar líkur eru að komist á EM. Það eru 97 prósent líkur á því að Frakkar verði með í úrslitakeppninni en Frakkar eru heimsmeistarar síðan í Rússlandi síðasta sumar. Næst á eftir koma Belgía (95 prósent), England (90 prósent) og Spánn (89 prósent). Það eru einnig 86 prósent líkur á að Hollendingar verði með á EM allstaðar en hollenska landsliðið hefur misst af tveimur síðustu stórmótum, WEM 2016 og HM 2018. Ísland hefur aftur á móti verið með á þeim báðum. Það eru síðan 85 prósent líkur á að Evrópumeistarar Portúgals fái tækifæri til að verja titil sinn sumarið 2020 og bæði þeir og Króatar (84 prósent) eiga meiri líkur á sæti á EM en Þjóðverjar (81%). Samkvæmt líkunum þá endar Ísland í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi (97 prósent) og Tyrklandi (46 prósent) en það eru 42 prósent líkur á því að Ísland endi í öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Það eru einmitt tvö efstu sætin í hverjum riðli sem gefa beint sæti á EM. Þrátt fyrir þetta eru 53 prósent líkur á að Ísland komist á EM 2020 en þá í gegnum umspilið sem verður spilað í lok mars 2020. Í samantekt Gracenote má einnig sjá hvaða þjóðir eiga engan möguleika á sæti á EM. Úr okkar riðli eru það þrjú lið eða Andorra, Albanía og Moldóva. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira
Úrslitaþjónusta Gracenote hefur farið í gegnum leiki í komandi undankeppni EM 2020 og reiknað út hvaða þjóðir eru líklegastar til að vera með á EM allstaðar sumarið 2020. Í spá Gracenote kemur bæði fram prósentulíkur hverrar þjóðar og hvort að það líklegra að hún komist beint inn á EM í gegnum riðilinn eða þurfi að fara í gegnum umspilið. Frakkland, sem er með okkur Íslendingum í riðli, er sú þjóð sem mestar líkur eru að komist á EM. Það eru 97 prósent líkur á því að Frakkar verði með í úrslitakeppninni en Frakkar eru heimsmeistarar síðan í Rússlandi síðasta sumar. Næst á eftir koma Belgía (95 prósent), England (90 prósent) og Spánn (89 prósent). Það eru einnig 86 prósent líkur á að Hollendingar verði með á EM allstaðar en hollenska landsliðið hefur misst af tveimur síðustu stórmótum, WEM 2016 og HM 2018. Ísland hefur aftur á móti verið með á þeim báðum. Það eru síðan 85 prósent líkur á að Evrópumeistarar Portúgals fái tækifæri til að verja titil sinn sumarið 2020 og bæði þeir og Króatar (84 prósent) eiga meiri líkur á sæti á EM en Þjóðverjar (81%). Samkvæmt líkunum þá endar Ísland í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi (97 prósent) og Tyrklandi (46 prósent) en það eru 42 prósent líkur á því að Ísland endi í öðru af tveimur efstu sætunum í riðlinum. Það eru einmitt tvö efstu sætin í hverjum riðli sem gefa beint sæti á EM. Þrátt fyrir þetta eru 53 prósent líkur á að Ísland komist á EM 2020 en þá í gegnum umspilið sem verður spilað í lok mars 2020. Í samantekt Gracenote má einnig sjá hvaða þjóðir eiga engan möguleika á sæti á EM. Úr okkar riðli eru það þrjú lið eða Andorra, Albanía og Moldóva.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Sjá meira