Fótbolti

Gylfi: Ég vil upplifa þessa tilfinningu aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson verður eins og síðustu ár lykilmaður í að koma íslenska landsliðinu á stórmót í knattspyrnu. Á föstudag hefst undankeppni EM 2020 en fyrsta hindrunin verður útileikur gegn Andorra.

„Ég get bara talað fyrir mig sjálfan,“ sagði Gylfi spurður út í hvort að leikmenn íslenska liðsins, sem komst á EM 2016 og HM 2018, væru enn jafn hungraðir og ákveðnir og áður. „Það er nóg fyrir mig að hugsa um þá tilfinningu sem fylgir því að spila á stórmóti. Það er eitthvað sem ég vil upplifa aftur og ég veit að strákunum líður eins. Við erum tilbúnir að leggja það á okkur sem þarf til að við komumst áfram.“

Erik Hamren tók við starfi landsliðsþjálfara eftir HM í sumar er Heimir Hallgrímsson lét af störfum. Haustið gekk erfiðlega hjá okkar mönnum og Hamren er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri.

„Hann hefur ekki enn fengið að stilla upp sínu sterkasta liði enda mikið um meiðsli í haust. Hann hefur þó ekki verið að breyta miklu og reynt að halda vel í það sem vel hefur gengið. Helst hefur hann breytt litlum hlutum í kringum liðið,“ sagði Gylfi um landsliðsþjálfarann.

„En ég held að ef við spilum eins og við höfum gert síðustu ár og breytum því sem hann hefur verið að tala um þá verði þetta jákvætt fyri rokkur.“

Gylfi segist vera í góðu formi þessa dagana. „Mér líður vel. Ég hef spilað mikið af leikjum og þannig líður manni best. Nú fer að líða að lokum tímabilsins og þá er komin smá þreyta í mann en mér líður mjög vel núna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×