May varpar ábyrgðinni á breskan þingheim Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 21:11 Theresa May ávarpaði þjóð sína fyrr í kvöld. EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu .„Ég er með ykkur í liði,“ sagði May í kvöld. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti fyrr í kvöld þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagði hún að það væri komið að ögurstund – stjórnmálamenn verði nú að taka ákvörðun um næstu skref. Fyrr í dag óskaði May formlega eftir því að útgöngu Bretlands verði frestað þar sem breskur þingheimur hefur enn ekki samþykkt útgöngusáttmála bresku stjórnarinnar og ESB. Miðað hefur verið við að Bretland gangi úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi en May óskaði í dag eftir að dagsetningunni yrði frestað um þrjá mánuði eða til 30. júní. May sagði í ávarpi í kvöld sínu að frestunin væri „mikill, persónulegur harmur“ fyrir sig sjálfa. Hún útilokaði jafnframt að boðað yrði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún bresku þjóðina þegar hafa sagt sína skoðun.Heldur til Brussel Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sambandið gæti samþykkt að útganga Bretlands frestist um skemmri tíma, gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. May heldur til Brussel í fyrramálið þar sem hún mun funda með öðrum leiðtogum aðildarríkjanna. Má búast við að málefni Brexit verði fyrsta mál á dagskrá.Sjá má ávarp May að neðan. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa fullan skilning á því að almenningur í Bretlandi hafi fengið sig fullsaddan vegna deilna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu .„Ég er með ykkur í liði,“ sagði May í kvöld. May ávarpaði þjóð sína frá Downingstræti fyrr í kvöld þar sem hún varpaði ábyrgðinni á herðar þingmanna að enn hafi ekki tekist að leysa úr málum er varða útgönguna. Sagði hún að það væri komið að ögurstund – stjórnmálamenn verði nú að taka ákvörðun um næstu skref. Fyrr í dag óskaði May formlega eftir því að útgöngu Bretlands verði frestað þar sem breskur þingheimur hefur enn ekki samþykkt útgöngusáttmála bresku stjórnarinnar og ESB. Miðað hefur verið við að Bretland gangi úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi en May óskaði í dag eftir að dagsetningunni yrði frestað um þrjá mánuði eða til 30. júní. May sagði í ávarpi í kvöld sínu að frestunin væri „mikill, persónulegur harmur“ fyrir sig sjálfa. Hún útilokaði jafnframt að boðað yrði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún bresku þjóðina þegar hafa sagt sína skoðun.Heldur til Brussel Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sambandið gæti samþykkt að útganga Bretlands frestist um skemmri tíma, gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. May heldur til Brussel í fyrramálið þar sem hún mun funda með öðrum leiðtogum aðildarríkjanna. Má búast við að málefni Brexit verði fyrsta mál á dagskrá.Sjá má ávarp May að neðan.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
May óskar formlega eftir að fresta útgöngunni Forseti leiðtogaráðs ESB segir að sambandið gæti samþykkt frestun gegn því að breska þingið samþykki útgöngusáttmálann í næstu viku. 20. mars 2019 17:14