Lífið

Ný stikla úr þriðju þáttaröðinni af Stranger Things

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þættirnir hafa slegið rækilega í gegn.
Þættirnir hafa slegið rækilega í gegn.
Bandarísku þáttaraðirnar Stranger Things hafa fengið jákvæðar umsagnir áhorfenda og mikið lof frá gagnrýnendum. Nú þegar eru komnar út tvær seríur.

Þáttaröðin er hugverk Duffer-bræðranna Matt og Ross og lýst sem yfirnáttúrulegum vísindaskáldskap með hrollvekjuívafi.

Sögusviðið er bærinn Hawkins árið 1983 en Duffer-bræðurnir hafa sagt í viðtölum að þættirnir sé virðingarvottur þeirra til bandarískra dægurmenningar á níunda áratug síðustu aldar.

Í gær kom út ný stikla úr þriðju þáttaröðinni en beðið er eftir henni með mikilli eftirvæntingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.