Fáir á Gullfossi og Geysi í dag vegna verkfallsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2019 19:30 Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Það var heldur dauft á ferðamannastöðunum Gullfossi og Geysi í dag enda fáir ferðamenn þar vegna verkfalls bílstjóra á hópferðabílum. Slæmt veður spilaði líka inn í fámennið á stöðunum. Það var skítaveður í uppsveitunum í dag svo töluð sé hrein íslenska enda lentu ferðamenn í vandræðum, tveir bílar voru t.d. út af skammt frá Borg í Grímsnesi um miðjan dag. Fáar rútur voru á ferð en töluvert af bílaleigubílum. Undir öllum eðlilegum aðstæðum hefði planið við Gullfosskaffi átt að vera troðfullt í hádeginu af hópferðabifreiðum en í stað þess voru það aðallega bílaleigubílar og ferðamannajeppar, sem voru á planinu. „Ég vona bara að verkfallið leysist sem allra fyrst. Við viljum gjarnan hafa rúturnar hérna því þær eru náttúrulega uppistaðan“, segir Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi. Ástdís segist þó ekki sátt við allar rúturnar sem eru á erlendum númerum og aka með ferðamenn um allt land. „Ég vil gjarnan sjá íslensku fyrirtækin njóta þessarar aukningar á ferðamönnum. Við erum með þetta allt of laust í reipunum, við þurfum að taka betur á málum“.Ástdís Kristjánsdóttir, yfirmaður hjá Gullfosskaffi.Magnús HlynurÞað voru ekki heldur margar rútur á plönunum við Hótel Geysi og Geysir Glímu í dag vegna verkfallsins. „Það er óvenju rólegt, verkfallið er þó ekki að skaða okkur í dag en ég myndi segja kannski í sumar því þessar verkfallsaðgerðir eru farnar að hafa áhrif á bókanir á sumrinu af því að það er farið að vara fólk við þessum verkfallsaðgerðum. Maður veit ekki hvernig þetta fer“, segir Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma. Þeir ferðamenn sem talað var við í dag virtust ekki átta sig á því að það væri verkfall hjá rútubílstjórum, þeir voru flestir á sínum eigin vegum að lifa og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kristján Einir Traustason, rekstrarstjóri hjá Geysir Glíma.Magnús Hlynur
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira