Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 24. mars 2019 19:00 Hugo Lloris. Vísir/Getty Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Eins og reikna mátti með var Hugo Lloris var um sig í svörum sínum á blaðamannafundi franska landsliðsins á Stade de France í dag. Heimsmeistararnir taka á móti Íslandi í undankeppni EM 2020. Lloris, sem er markvörður franska liðsins sem og fyrirliði þess, talaði vel um leikmenn Íslands á fundinum. „Þeir eru baráttumenn. Það verður mikil áskorun fyrir þá að koma hingað á Stade de France en ef við gefum þeim von þá getum við byrjað að efast um okkur sjálfa. Við þurfum því að byrja af krafti. Ef við spilum okkar bolta verður þetta erfitt fyrir þá,“ sagði Lloris. Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Lloris um álit hans á Gylfa Þór Sigurðssyni en þeir voru liðsfélagar hjá Tottenham á sínum tíma. „Hann er vel þekktur um allan heim, ekki síst í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig afar vel. Gylfi er leiðtogi, frábær einstaklingur og knattspyrnumaður líka. Við þurfum að passa vel upp á hann. Hann er sérstaklega góður í aukaspyrnunum og gefur líka góðar fyrirgjafir. Því þurfum við að stjórna hjá honum,“ sagði markvörðurinn franski. Lloris sagði að franska liðið þyrfti að vera passasamt í föstum leikatriðum Íslands. „Við fáum betri andstæðing en við fengum þegar við lékum við Moldóvu á föstudag. Íslendingar eru líkamlega mjög sterkir og góðir í föstum leikatriðum, aukaspyrnum og innköstum. Við þurfum að vera einbeittir, eiga góð samskipti og spila betur en við gerðum á föstudag.“ Frakkland og Ísland gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í október sem Lloris var spurður út í. „Þessi leikur er í allt öðru samhengi. Þetta er mótsleikur sem við tökum mjög alvarlega. Markmiðið okkar er að ná efsta sæti riðilsins og komast á EM eins snemma og hæft er. Við viljum standa okkur vel í þessum leik.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Jóhann Berg ekki með gegn Frökkum Kantmaðurinn knái er meiddur á kálfa. 24. mars 2019 16:05 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52