Vill sjá breytingar á nýrri fjármálaáætlun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2019 20:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og samkvæmt henni verða fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála aukin um marga milljarða. En einnig á að gera aðhald í ríkisrekstri upp á fimm milljarða með því að draga saman í opinberum innkaupum á vörum og þjónustu sem og draga úr launakostnaði og er þá horft til tæknilausna. Formaður BSRB segir stofnanir víðast hvar reknar á lágmarksmönnun. „Við sjáum hins vegar ekki mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga saman og við leggjumst fastlega geng því að það verði fækkun hjá starfsmönnum ríkisins,“ segir Sonja. Hún segir að kröfur í komandi kjarasamningagerð séu meðal annars að bæta starfsumhverfi opinberra starfamanna. Þá vísar hún í aukningu á kulnun og veikindafjarveru sem rekja má til vinnuumhverfis. Alþingi mun fjalla um áætlunina áþriðjudag. „Í okkar huga er þetta einfaldlega áætlun. Eins og ég segi við leggjum mikla áherslu á það í kjarasamningaviðræðum að horft verði til starfsumhverfis opinberra starfsmanna og það verði gripið til aðgerða vegna veikindafjarveru og kulnunar. Við ætlumst svo auðvitað til að það verði breytingar áætluninni í kjölfarið,“ segir hún. Hún segir að tæknivæðing muni breyta störfum í framtíðinni en ekki endilega draga úr launakostnaði. „Við vitum að störfin munu breytast á framtíðar vinnumarkaði. Þá erum við að horfa til þess aðþau verkefni taki breytingum og fólkið okkar verði undirbúið. Þá með aukinni þekkingu og þjálfun.Getur það þýtt fækkun á störfum?„Það getur auðvitað þýtt það en við vitum að krafan um þjónustu er að aukast. Þannig að við teljum að þessi framtíðarbreyting feli í sér breytingu á verkefnum okkar félagsmanna,“ segir hún. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og samkvæmt henni verða fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála aukin um marga milljarða. En einnig á að gera aðhald í ríkisrekstri upp á fimm milljarða með því að draga saman í opinberum innkaupum á vörum og þjónustu sem og draga úr launakostnaði og er þá horft til tæknilausna. Formaður BSRB segir stofnanir víðast hvar reknar á lágmarksmönnun. „Við sjáum hins vegar ekki mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga saman og við leggjumst fastlega geng því að það verði fækkun hjá starfsmönnum ríkisins,“ segir Sonja. Hún segir að kröfur í komandi kjarasamningagerð séu meðal annars að bæta starfsumhverfi opinberra starfamanna. Þá vísar hún í aukningu á kulnun og veikindafjarveru sem rekja má til vinnuumhverfis. Alþingi mun fjalla um áætlunina áþriðjudag. „Í okkar huga er þetta einfaldlega áætlun. Eins og ég segi við leggjum mikla áherslu á það í kjarasamningaviðræðum að horft verði til starfsumhverfis opinberra starfsmanna og það verði gripið til aðgerða vegna veikindafjarveru og kulnunar. Við ætlumst svo auðvitað til að það verði breytingar áætluninni í kjölfarið,“ segir hún. Hún segir að tæknivæðing muni breyta störfum í framtíðinni en ekki endilega draga úr launakostnaði. „Við vitum að störfin munu breytast á framtíðar vinnumarkaði. Þá erum við að horfa til þess aðþau verkefni taki breytingum og fólkið okkar verði undirbúið. Þá með aukinni þekkingu og þjálfun.Getur það þýtt fækkun á störfum?„Það getur auðvitað þýtt það en við vitum að krafan um þjónustu er að aukast. Þannig að við teljum að þessi framtíðarbreyting feli í sér breytingu á verkefnum okkar félagsmanna,“ segir hún.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira