Aðalbardagi kvöldsins var veltivigtarbardagi á milli Stephen „Wonderboy“ Thompson og Anthony Pettis. Pettis er í áttunda sæti á styrkleikalista UFC í léttvigt en Thompson í þriðja sæti á veltivigtarlistanum. Pettis fór því upp um flokk.
Pettis er með viðurnefnið „Showtime“ og hann stóð svo sannarlega undir nafni er hann rotaði Thompson í lok annarrar lotu. Hann varð um leið aðeins þriðji bardagakappinn í sögu UFC sem nær að sigra bardaga í þremur þyngdarflokkum.
Showtime Superman Punch?@ShowtimePettis finishes Thompson in round 2! #UFCNashvillepic.twitter.com/m5D7PkvyHm
— UFC (@ufc) March 24, 2019
Pettis hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár en þetta rothögg skapar mikla stemningu í kringum hann á nýjan leik og verður áhugavert að sjá hvern hann berst næst við og hvort hann heldur sér í veltivigtinni sem er þyngdarflokkur Gunnars Nelson.