Arnar Davíð Jónsson situr í efsta sæti stigalista Evrópumótaraðarinnar í keilu eftir að hafa orðið í fimmta sæti á stærsta móti ársins um helgina.
Arnar, sem keppir með sænska liðinu Höganas, var einn af þeim átta sem komust á lokastig Brunswick Euro Challange mótsins, ser er stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Hann var um tíma á meðal þriggja efstu í mótinu en þurfti að gera sér fimmta sætið að góðu.
Það skilaði honum þó efsta sæti stigalista mótaraðarinnar, en hann er fyrsti Íslendingurinn til að ná því.
Fimm af 14 mótum mótaraðarinnar er lokið og náði Arnar inn stigum á fjórum þeirra. Næsta mót hennar fer fram á Spáni um mánaðarmót júní og júlí.
Arnar efstur á Evrópumótaröðinni
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





„Kominn tími á konu í Formúlu 1“
Formúla 1

„Engin draumastaða“
Handbolti



Sir Alex er enn að vinna titla
Enski boltinn

Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn
Fleiri fréttir
