Fótbolti

KSÍ spyr Frakkana: Væruð þið til í að spila á Íslandi í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Skjámynd/Twitter/@footballiceland
Í kvöld mætir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á Stade de France í París og spilar við heimsmeistara Frakka á þeirra eigin heimavelli.

Þetta er fyrri leikur liðanna í undankeppni EM 2020 en sá síðari fer fram á Laugardalsvellinum í október. Liðin unnu bæði fyrsta leikinn sinn í riðlakeppninni.  

Það er ljóst að það væri erfitt að spila leikinn í Laugardalnum um þessar mundir enda hefur snjór legið yfir vellinum síðustu daga.

Knattspyrnusamband Íslands notaði tækifærið og henti spurning á Frakka á Twitter-síðu sinni í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Að sjálfsögðu kom Víkingaklappið við sögu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×