Enski boltinn

Hörður Björgvin: Söknuðum leikmanna sem duttu úr hópnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Við vissum að þetta er heimsklassalið og unnu HM. Þeir eru sterkir í öllum leikatriðum og eru hraðir. Þeir nýttu kraftana og skoruðu fjögur,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson í París.

En hvernig var að spila gegn heimsmeisturunum?

„Upplifunin var góð. Við þekkjum okkur vel á þessu sviði og við lögðum upp með að sinna góðri varnarvinnu. Við gerðum það á köflum en við gáfum þeim svæði og þeir nýttu þau.“

Þegar fyrsta markið kom þá þurfti íslenska liðið að fara elta þá frönsku og það gekk ekki betur en það að liðið fékk þrjú mörk á sig það sem eftir var af leiknum.

„Auðvitað þegar fyrsta markið kom er þetta erfiðara og við þurfum að skora og sækja á þá. Þegar þeir skora annað markið drepa þeir leikinn og þetta var erfitt.“

Hörður var einn fimm varnarmanna í kvöld og hann segir að þetta hafi gengið ágætlega að vera fimm í varnarlínunni.

„Varnarlega vorum við góðir á köflum og ég var mjög ánægður með margt en við getum bætt okkur í ýmsu. Við munum skoða þennan leik aftur en við söknum leikmanna sem duttu úr hópnum. Við erum með breiðan mannskap en það var ekki nóg.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×