Segir ákvörðun Conors að hætta ekki tengjast ásökun um kynferðisofbeldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 09:00 Conor McGregor hætti á sínum forsendum. vísir/getty Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni. Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Írski bardagakappinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor tilkynnti í gær að hann væri hættur að keppa í blönduðum bardagalistum. Þetta er í annað sinn á ferlinum sem hann segist vera hættur en nú er líklegra að hann standi við stóru orðin. Conor segist ekki þurfa að berjast aftur. Hann hefur þénað mikið á hæfileikum sínum og frægð undanfarin ár og á nóg fyrir sig og sína fyrir lífstíð en Dana White, forseti UFC, sýnir Íranum fullan skilning.New York Times birti aftur á móti umfjöllun þess efnis að Conor væri enn til rannsóknar í tengslum við kynferðisofbeldi gegn konu á Írlandi í janúar en atvikið á að hafa átt sér stað á Beacon-hótelinu í Dyflinni þar sem að hann gistir þegar að hann dvelur í heimalandi sínu. Frétt New York Times birtist skömmu eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur og fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo en Karen Kessler, talskona írska bardagakappans, gaf út yfirlýsingu þess efnis að rannsókn írsku lögreglunnar tengdist ákvörðun hans ekki neitt. „Þessi saga hefur verið í gangi í nokkurn tíma og það er óskiljanlegt hvers vegna verið er að birta þessa frétt. Sú ályktun að ákvörðun Conors að hætta í dag tengist þessum orðrómi er algjörlega röng. Ef Conor mun berjast aftur í framtíðinni verður það í umhverfi þar sem að bardagakappar eru virtir að verðleikum,“ sagði í yfirlýsingunni.
Írland MMA Tengdar fréttir Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30 ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00 Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Forseti UFC: Ef ég væri Conor þá myndi ég líka hætta Það er allt á hvolfi í MMA-heiminum eftir að Conor McGregor tilkynnti að hann væri hættur í MMA. Margir sjá ástæðu til þess að tjá sig um málið. 26. mars 2019 10:30
ESPN-maðurinn trúir því ekki að Conor McGregor sé hættur Heitasta fréttin í morgun var vafalaust tilkynning Conor McGregor um að bardagahanskar Írans væru komnir upp á hillu. Það eru þó ekki allir sem trúa þessu. 26. mars 2019 09:00
Conor McGregor hættur í MMA Conor McGregor mun ekki ganga inn í búrið og berjast aftur, í það minnsta ekki fyrir UFC eða önnur MMA-sambönd. Þetta tilkynnti hann í dag. 26. mars 2019 07:21