Önnur flugvél WOW af tveimur á Keflavíkurflugvelli kyrrsett Heimir Már Pétursson skrifar 29. mars 2019 13:02 Önnur vélanna á Keflavíkurflugvelli í gær. vísir/vilhelm Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin er til tryggingar greiðslu á heildarskuldum WOW sem taldar eru vera á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hefur kyrrsett eina af Airbus flugvélum WOW til að tryggja greiðslur á lendingargjöldum og öðrum vangoldnum gjöldum flugfélagsins við félagið. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir flugvélina í eigu Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón segir kyrrsetninguna byggja á 136. grein loftferðarlaga. „Sem heimilar sem sagt Isavia sem starfrækir flugvöllinn og flugleiðsöguþjónustu að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Þetta er sams konar heimild og flugvallarekendur á Bretlandi og á Ítalíu hafa,” segir Guðjón. Flugvélin sé kyrrsett til tryggingar greiðslu heildarskulda WOW air við Isavia. Flugvélin sem Isavia hefur kyrrsett er TF-GPA. Þau sjónarmið hafa verið sett fram að Isavia geti einungis haldið þessari tilteknu flugvél vegna skulda sem stofnað var til vegna hennar. „Við kyrrsetjum flugvél tiltekins félags. Þannig að það er í rauninni ekki sú krafa að það sé eitthvert ákveðið flugfar heldur flugfar á vegum félagsins. Í þessu tilviki var það þessi flugvél,” segir Guðjón. Isavia gefi ekki upp heildarskuld einstakra félaga við Isavia. En því hefur verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Þannig vill til að það er önnur flugvél á vellinum sem einnig er í eigu sama félags, sem er ekki kyrrsett. Við höfum í rauninni það verkefni að tryggja öryggi þeirrar flugvélar. Að hún verði ekki fyrir tjóni. Hún er á vellinum og eigandinn hefur verið upplýstur annars vegar um kyrrsettu flugvélina og hins vegar um hina sem er á vellinum,” segir Guðjón. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. Hæstaréttarlögmennirnir Þorsteinn Einarsson og Sveinn Andri Sveinsson voru skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air í gær og hófu þegar störf og tóku yfir stjórn þrotabúsins. Sveinn Andri segir þá munu hafa í nógu að snúast. Meðal annars þarf að meta eignir og koma þeim í verð. WOW átti ekki flugvélar en eitt helsta verðmæti félagsins er sennilega í lendingartímum á flugvöllum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00 80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Sjá meira
Skúli hafi „brennt peninga“ Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air. 29. mars 2019 08:00
80 milljónir til Vinnumálastofnunar til að mæta falli WOW air Vinnumálastofnun hefur aldrei staðið frammi fyrir álíka stöðu. 29. mars 2019 11:54
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33