Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. mars 2019 19:00 Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða Hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. Formaður VR segir uppsagnirnar mikið áfall fyrir félagsmenn. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær vegna gjaldþrots WOW air og fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Vegna stöðunnar var boðað til félagsfundar hjá Flugfreyjufélags Íslands í dag.Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gjaldþrot WOW air mikið áfall fyrir stéttinavísir/ernir„Við fórum yfir þetta áfall og þessa sorg að vera búin að missa vinnuna sína,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Þá var til dæmis farið yfir umsókn atvinnuleysisbóta og önnur praktísk atriði. Andrúmsloftið var magnþrungið en hátt í þrjú hundruð manns mættu á fundinn. „Bara ömurlegt. Það er gífurleg sorg sem ríkir meðal félagsmanna. Fólk er að átta sig á því að það er ekki bara búið að missa vinnuna heldur eru ekki tekjur að koma inn fyrir mars. Mánaðamótin eru handan helgarinnar og það þarf að borga reikninga,“ segir Berglind og bætir við að ákveðnir hópar séu verr settir en aðrir. Margir félagsmenn hafi verið í námi með vinnu og þeir eigi hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. „Því tekjurnar hafa verið of háar. Þannig þessi staða er bara skelfileg og það er verið að benda fólki á félagsþjónustuna eða hjálparstofnun kirkjunnar. Þetta er grátlegt að þurfa að vera leiðbeina fólki í þessa átt,“ segir Berglind. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Vísir/VilhelmÞá vinnur félagið að því að hjálpa félagsmönnum að finna nýja vinnu. „Það er búið að hafa sambandið við stéttarfélagið af atvinnumiðlunum erlendis þannig það er eftirspurn eftir íslenskum flugfreyjum,“ segir Berglind. Þá misstu um 250 félagsmenn VR sem störfuðu hjá WOW air vinnuna í gær og voru þeir einnig boðaðir á fund í dag þar sem farið var yfir næstu skref. Á fundinum fengu menn þær fréttir að stjórn VR hafi samþykkti að greiða þeim laun um mánaðarmótin og verða þau greidd út frá því sem þeir hefðu fengið úr ábyrgðarsjóði launa. Stéttarfélagið mun síðan gera kröfu á ábyrgðarsjóðinn. „Þetta er augljóslega mikið áfall, bæði að missa framfærslu og vinnu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Félagsmál Fréttir af flugi Hjálparstarf Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir „WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30 Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. 28. mars 2019 19:30
Flugfreyjur og þjónar WOW kveðja á Instagram WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. 28. mars 2019 14:30
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33