Algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans Ari Brynjólfsson skrifar 11. mars 2019 06:15 Már Guðmundsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á fimmtudaginn. Á síðasta fundi fór umboðsmaður Alþingis hörðum orðum um bankann í Samherjamálinu. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“ Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Þetta er algjör áfellisdómur yfir stjórnsýslu Seðlabankans í málinu. Það er í raun með ólíkindum að bankinn hafi haldið áfram með málið eftir að ítrekað var búið að benda á að það væri ekki lagastoð fyrir þeim refsingum sem bankinn lagði á,“ segir Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, í samtali við Fréttablaðið. Umboðsmaður Alþingis fór hörðum orðum um framgöngu Seðlabankans í máli Samherja á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í síðustu viku. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund nefndarinnar á fimmtudaginn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í svari til Fréttablaðsins að hún líti málið alvarlegum augum. Ljóst sé að stjórnsýsla bankans var ekki fullnægjandi. Ráðuneytið hefur óskað eftir frekari skýringum frá Seðlabankanum bæði varðandi umbætur á stjórnsýslu og samskipti bankans við fjölmiðla.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Þorsteinn segir að það megi ætla að lögfræðikostnaður Samherja sé ærinn. „Það er ekki á allra færi að standa uppi í hárinu á bankanum með þessum hætti. Þarna hefur augljóslega margt farið úrskeiðis og það er lykilatriði að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Þorsteinn segir að hann sé ekki búinn að kynna sér nákvæmlega lagalegu hliðina, en hann hafi kynnt sér efnislegu hliðina vel þegar málið kom upp. „Þá spurði ég mig að því hvað það væri í málinu sem bankinn er að eltast við. Ég gat ekki áttað mig á hver glæpurinn var og ég hlakka satt best að segja til að heyra útskýringar bankans.“ Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir vandamálið tvíþætt. Annars vegar sé algjörlega ótækt að Seðlabankinn sinni „reglusetningar-, eftirlits- og böðulshlutverki“ þegar kemur að misnotkun peningakerfisins. „Hins vegar sýnir þetta mál að í grunninn er enginn raunhæfur farvegur til staðar til að hægt sé að virkilega ganga á eftir fjármálamisferli af þessari tegund,“ segir Smári. „Það er ágætur skilningur í Seðlabankanum á því hvað nákvæmlega gerðist og hver nákvæmlega græddi á því, en það er engin leið til að leiða málið til lykta vegna þess að enn og aftur reynist kerfinu á Íslandi stillt upp til að verja auðvaldið.“
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Viðreisn Tengdar fréttir Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44 Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00 Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00 Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Umboðsmaður um Samherjamálið: „Verður að vera alveg ljóst að svona gera menn ekki“ Samherjamálið er ágætis dæmi um að það sé óheppilegt að reglusetning, rannsókn mála og ákvörðun viðurlaga sé á einni hendi, að mati Umboðsmanns Alþingis. 6. mars 2019 14:44
Endurskoða stjórnsýslu sína eftir Samherjamál Ekki verður hjá því komist að ráðast í heildarendurskoðun á allri stjórnsýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála innan bankans og með hvaða hætti bankinn hefur á umliðnum árum farið með það opinbera vald sem honum hefur verið falið lögum samkvæmt. 27. febrúar 2019 08:00
Seðlabankastjóri boðaður á opinn fund í næstu viku Már Guðmundsson seðlabankastjóri mætir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á fimmtudaginn í næstu viku. Umboðsmaður Alþingis var harðorður um stjórnsýslu eftirlits bankans fyrr í vikunni. Formaður nefndarinnar segir málið alvarlegt. 9. mars 2019 07:00
Möguleg brot í Seðlabankanum ekki komin til lögreglu Þagnarskyldubrot eru fyrst kærð til lögreglu og fara svo eftir atvikum í ákæruferli hjá embætti héraðssaksóknara. 7. mars 2019 06:15