Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. mars 2019 07:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við komuna til landsins í morgun. Vísir/Sighvatur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. Ráðherrann var að koma af fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York og tók Sighvatur Jónsson, fréttamaður, á móti Katrínu á flugvellinum. „Ég er ekki að fara í viðtal núna. Ég tek fjölmiðlana einhvern tímann í hádegið,“ sagði Katrín við komuna til landsins en hún tjáði sig ekkert um málið í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins og skipanin bryti í bága við 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar. Er málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, harðlega gagnrýnd í dómi MDE sem og málsmeðferð Alþingis. Fáir stjórnarliðar hafa viljað tjá sig um málið síðan dómurinn var kveðinn upp fyrir utan Sigríði sjálfa og Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sigríður sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti ráðherra vegna dómsins og þá sagði Birgir að hann teldi dóminn engu breyta um stöðu Sigríðar innan ríkisstjórnarinnar.Uppfært: Myndband sem fylgdi þessari frétt þar sem heyra mátti orðaskipti fréttamanns og ráðherra, sem lesa má hér að ofan, var tekið úr birtingu þar sem vinnslan á því samrýmdist ekki ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. Ráðherrann var að koma af fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York og tók Sighvatur Jónsson, fréttamaður, á móti Katrínu á flugvellinum. „Ég er ekki að fara í viðtal núna. Ég tek fjölmiðlana einhvern tímann í hádegið,“ sagði Katrín við komuna til landsins en hún tjáði sig ekkert um málið í gær. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í gær að skipan dómara við Landsrétt hefði ekki verið í samræmi við grundvallarreglur réttarríkisins og skipanin bryti í bága við 6. grein Mannréttindasáttmálans þar sem kveðið er á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar. Er málsmeðferð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, harðlega gagnrýnd í dómi MDE sem og málsmeðferð Alþingis. Fáir stjórnarliðar hafa viljað tjá sig um málið síðan dómurinn var kveðinn upp fyrir utan Sigríði sjálfa og Birgi Ármannsson, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sigríður sagði í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að hún ætlaði ekki að segja af sér embætti ráðherra vegna dómsins og þá sagði Birgir að hann teldi dóminn engu breyta um stöðu Sigríðar innan ríkisstjórnarinnar.Uppfært: Myndband sem fylgdi þessari frétt þar sem heyra mátti orðaskipti fréttamanns og ráðherra, sem lesa má hér að ofan, var tekið úr birtingu þar sem vinnslan á því samrýmdist ekki ritstjórnarstefnu fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48 Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir brot Sigríðar Andersen vera svívirðilegt Ráðast þarf strax í aðgerðir eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Á. Andersen getur ekki verið hluti af þeim. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanns Pírata, og Helgu Völu Helgadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 12. mars 2019 19:48
Telja dómsmálaráðherra augljóslega hafa hunsað reglur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, er talin hafa augljóslega hunsað gildandi reglur um skipan dómara þegar hún vék frá tillögum hæfnisnefndar um dómara við Landsrétt árið 2017. 12. mars 2019 10:28
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent