Ás fékk góða gjöf frá Ægi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:15 Gróa Rán og Sóley Patricia Tedsdóttir við aðra lyftuna. Fréttablaðið/Ernir „Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
„Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Leikjavísir Fleiri fréttir Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning