Tollverðir vilja ekkert með ríkisskattstjóra hafa Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 13:27 Uppi eru hugmyndir um að innheimtuhluti Tollstjóra verði færður undir embætti ríkisskattstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðalfundur Tollvarðafélags Íslands leggur til að hætt verði við öll áform um sameiningu embættis Tollstjóra við ríkisskattstjóra eða aðrar stofnanir. Félagið segir ástæðuna vera „slæm reynsla af slíkri tilraunastarfsemi, m.a. í Danmörku.“ Þetta kemur fram í ályktun Tollvarðafélagsins sem sögð er hafa verið samþykkt einróma á aðalfundi félagsins föstudaginn síðastliðinn. Í henni segir jafnframt að félagsmenn Tollvarðafélagsins óttist að þær ákvarðanir sem verða teknar með fyrirhugaðri sameiningu við embætti ríkisskattstjóra muni veikja tollgæslu í landinu. Nefnd skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda skilaði inn tillögu að uppskiptingu á embætti Tollstjóra í september síðastliðnum. Hún fól í sér að innheimtuhluti tollstjóra verði færður undir embætti ríkisskattstjóra. „Alþingi hefur samþykkt tillögu nefndarinnar og við þetta hefur TFÍ ekkert að athuga. Nefndin á eftir að taka afstöðu til tollasviðs tollstjóra. Í nefndinni situr enginn fulltrúi TFÍ og ekkert samráð hefur verið haft við félagið. Rétt er að benda á að meirihluti þeirra sem starfa á tollasviði embættisins eru tollverðir,“ segir í ályktun Tollvarðafélagsins. Það sé því skoðun félagsins að embætti Tollstjóra eigi áfram að vera sjálfstæð stofnun undir heiti Tollstjóra - „sem er tákn tollgæslunnar í landinu.“ Tollgæslan Tengdar fréttir Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október. 1. júní 2018 11:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Aðalfundur Tollvarðafélags Íslands leggur til að hætt verði við öll áform um sameiningu embættis Tollstjóra við ríkisskattstjóra eða aðrar stofnanir. Félagið segir ástæðuna vera „slæm reynsla af slíkri tilraunastarfsemi, m.a. í Danmörku.“ Þetta kemur fram í ályktun Tollvarðafélagsins sem sögð er hafa verið samþykkt einróma á aðalfundi félagsins föstudaginn síðastliðinn. Í henni segir jafnframt að félagsmenn Tollvarðafélagsins óttist að þær ákvarðanir sem verða teknar með fyrirhugaðri sameiningu við embætti ríkisskattstjóra muni veikja tollgæslu í landinu. Nefnd skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda skilaði inn tillögu að uppskiptingu á embætti Tollstjóra í september síðastliðnum. Hún fól í sér að innheimtuhluti tollstjóra verði færður undir embætti ríkisskattstjóra. „Alþingi hefur samþykkt tillögu nefndarinnar og við þetta hefur TFÍ ekkert að athuga. Nefndin á eftir að taka afstöðu til tollasviðs tollstjóra. Í nefndinni situr enginn fulltrúi TFÍ og ekkert samráð hefur verið haft við félagið. Rétt er að benda á að meirihluti þeirra sem starfa á tollasviði embættisins eru tollverðir,“ segir í ályktun Tollvarðafélagsins. Það sé því skoðun félagsins að embætti Tollstjóra eigi áfram að vera sjálfstæð stofnun undir heiti Tollstjóra - „sem er tákn tollgæslunnar í landinu.“
Tollgæslan Tengdar fréttir Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október. 1. júní 2018 11:59 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Tollstjóri verður ríkisskattstjóri Snorri Olsen hefur störf sem ríkisskattstjóri 1. október. 1. júní 2018 11:59