Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau, sem er þekktastur fyrir að leika Jaime Lannister í Game of Thrones, er staddur á Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis var hann á le Kock í miðbæ Reykjavíkur í kvöld.
Coster-Waldau hefur komið til Íslands áður en þó aldrei við tökur fyrir Game of Thrones. Leikarar úr Game of Thrones virðast reglulegir gestir hér á landi og til marks um það var norski leikarinn Kristofer Hivju hér á landi í síðasta mánuði, samkvæmt Fréttablaðinu.
Sophie Turner, Maisie Williams, Kit Haringont, Emilia Clarke og margir aðrir hafa einnig komið til Íslands.
Lífið