Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 11:00 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni 9. febrúar síðastliðinn en Davíð Karl bróðir hans segir fjölskyldu hans langt frá því að hafa gefist upp á leitinni. „Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
„Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira