Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2019 13:04 Alfreð Finnbogason. Getty/ Michael Regan Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og aðstoðarmaður hans Freyr Alexandersson tilkynntu í dag hópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra og Frakklandi á útivelli 22. og 25. mars næstkomandi. Framherjinn Alfreð Finnbogason er í hópnum en hann hefur verið að glíma við meiðsli og hefur misst af mörgum leikjum með Augsburg að undanförnu. Jón Daði Böðvarsson er ekki valinn að þessu sinni. Arnór Sigurðsson heldur sæti sínu í liðinu og það gerir Guðlaugur Victor Pálsson. Erik Hamrén kemur ekki mikið á óvart í vali sínu að þessu sinni en aðalbreytingin frá síðasta keppnisleik er að nú glíma mun færri fastamenn við meiðsli. Í síðasta keppnisleik Ísland undir stjórn Hamrén voru margir leikmenn meiddir þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason misstu líka af þeim leik vegna meiðsla. Emil Hallfreðsson missti af þeim leik og er enn meiddur. Eftir slakt gengi í Þjóðadeildinni síðasta haust er mikilvægt að íslenska liðið sýni betri leik nú og byrji undankeppni vel. Erik Hamrén er enn að bíða eftir sínum fyrsta sigurleik sem þjálfari íslenska liðsins en liðið tapaði öllum fjórum leikjum sínum Þjóðadeildinni. Íslenska liðið hefur nú spilað fimmtán leiki í röð án þess að vinna þar af voru tveir vináttuleikir í Katar í janúar sem enduðu báðir með jafntefli á móti Svíþjóð og Eistlandi.Hópurinn fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020. Our squad for the games against Andorra and France in the @UEFAEURO qualifiers.#fyririslandpic.twitter.com/5MB9KyvupE — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2019Landsliðshópur Íslands fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi:Markverðir Hannes Þór Halldórsson, Qarabag Ögmundur Kristinsson, Larissa Rúnar Alex Rúnarsson, DijonVarnarmenn Ragnar Sigurðsson, Rostov Kári Árnason, Genclerbirligi Sverrir Ingi Ingason, PAOK Ari Freyr Skúlason, Lokeren Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva Birkir Már Sævarsson, Val Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar Hjörtur Hermannsson, BröndbyMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley Birkir Bjarnason, Aston Villa Arnór Ingvi Traustason, Malmö Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Rúrik Gíslason, Sandhausen Guðlaugur Victor Pálsson, DarmstadtSóknarmenn Gylfi Þór Sigurðsson, Everton Alfreð Finnbogason, Augsburg Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira