Hannes spilar ekkert en er númer eitt hjá Hamrén Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2019 13:43 Hannes Þór Halldórsson fær ekkert að spila með Qarabag. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson verður áfram markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu þrátt fyrir að vera ekkert að spila með félagsliði sínu Qarabaq í Aserbaídjan en þetta staðfesti Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í dag. Hannes hefur verið langbesti markvörður Íslands um árabil og verið lykilmaður í uppgangi liðsins undanfarin ár. Hann er aftur á móti ekki í góðum málum hjá félagsliði sínu og fær ekkert að spila þessa dagana. Breiðhyltingurinn spilaði síðast leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 29. nóvember á síðasta ári og fékk þar á sig sex mörk í 6-1 tapi en síðan þá hefur hann annað hvort ekki verið í hópnum en setið á bekknum. Hann spilaði síðast deildarleik 11. nóvember á síðasta ári en hefur verið ónotaður varamaður í hverjum einasta deildarleik síðan að hann kláraði þær 90 mínútur. Rúnar Alex Rúnarsson er ekkert í mikið betri málum en hann missti stöðu sína í desember hjá Dijon og var ónotaður varamaður í deildinni í ellefum leikjum í röð. Hann spilaði þó fjóra bikarleiki á sama tíma og kom aftur inn í liðið í deildinni á móti PSG um helgina. Eini markvörðurinn sem er að spila af þeim þremur sem valdir voru í hópinn í dag er Ögmundur Kristinsson. Hann er búinn að spila hverja einustu mínútu í þeim 24 leikjum sem búnir eru í grísku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilar með Larissa. Rúnar og Ögmundur þurfa samt sem áður að sætta sig við að að Hannes Þór er áfram númer eitt. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Bein útsending: Hamrén velur fyrsta landsliðshóp undankeppni EM 2020 Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson verður áfram markvörður númer eitt hjá íslenska landsliðinu þrátt fyrir að vera ekkert að spila með félagsliði sínu Qarabaq í Aserbaídjan en þetta staðfesti Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, á blaðamannafundi í dag. Hannes hefur verið langbesti markvörður Íslands um árabil og verið lykilmaður í uppgangi liðsins undanfarin ár. Hann er aftur á móti ekki í góðum málum hjá félagsliði sínu og fær ekkert að spila þessa dagana. Breiðhyltingurinn spilaði síðast leik í riðlakeppni Evrópudeildarinnar 29. nóvember á síðasta ári og fékk þar á sig sex mörk í 6-1 tapi en síðan þá hefur hann annað hvort ekki verið í hópnum en setið á bekknum. Hann spilaði síðast deildarleik 11. nóvember á síðasta ári en hefur verið ónotaður varamaður í hverjum einasta deildarleik síðan að hann kláraði þær 90 mínútur. Rúnar Alex Rúnarsson er ekkert í mikið betri málum en hann missti stöðu sína í desember hjá Dijon og var ónotaður varamaður í deildinni í ellefum leikjum í röð. Hann spilaði þó fjóra bikarleiki á sama tíma og kom aftur inn í liðið í deildinni á móti PSG um helgina. Eini markvörðurinn sem er að spila af þeim þremur sem valdir voru í hópinn í dag er Ögmundur Kristinsson. Hann er búinn að spila hverja einustu mínútu í þeim 24 leikjum sem búnir eru í grísku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilar með Larissa. Rúnar og Ögmundur þurfa samt sem áður að sætta sig við að að Hannes Þór er áfram númer eitt.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36 Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25 Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40 Bein útsending: Hamrén velur fyrsta landsliðshóp undankeppni EM 2020 Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Sjá meira
Styrktarþjálfari sem starfar hjá Leicester kemur inn í þjálfarateymi Íslands Tom Joel sem hefur verið hjá Leicester síðan 2011 tekur við af Sebastian Boxleitner. 14. mars 2019 13:36
Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins Þróunarstjóri Svíþjóðarmeistara AIK hjálpar strákunum okkar í undankeppni EM 2020. 14. mars 2019 13:25
Alfreð í hópnum en enginn Jón Daði Erik Hamrén er búinn að velja mennina sem byrja undankeppni EM 2020 fyrir Íslands hönd. 14. mars 2019 13:04
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Hamrén: Ég vona að Kolbeinn verði klár í júní Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var spurður út í framherjamál íslenska landliðsins fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi í undankeppni EM 2020 en aðeins tveir hreinræktaðir framherjar eru í íslenska hópnum að þessu sinni. 14. mars 2019 13:40
Bein útsending: Hamrén velur fyrsta landsliðshóp undankeppni EM 2020 Ísland ætlar að freista þess að komast á þriðja stórmótið í röð og vegferðin á EM 2020 hefst með tilkynningu á landsliðshópi í dag fyrir fyrstu leikina í undankeppni mótsins. 14. mars 2019 13:45