Tiger berst um stærsta peningapott ársins á Players Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2019 17:45 Tiger Woods spreytir sig á 17. holunni. vísir/getty The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara. Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
The Players Championship eða Players-mótið á PGA-mótaröðinni í golfi hófst klukkan 17.00 í dag en bein útsending er í gangi á Golfstöðinni. Players-mótið er oft sagt óopinbert fimmta stórmót ársins en að þessu sinni er heildarverðlaunaféð 12,5 milljónir dollara sem er stærsti pottur ársins á PGA-mótaröðinni. Tiger Woods er mættur til leiks en hann komst inn með því að vinna PGA-mót á síðasta ári. Þarna eru einnig mættir efstu 125 á FedEx-peningalista síðasta árs, sigurvegarar síðustu risamóta ásamt fleirum af þeim bestu í heimi. Mótið fer fram á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída en 17. holan þar er ein sú allra frægasta í íþróttinni. Flötin situr á eyju sem gríðarlega erfitt er að hitta og hefur margur kylfingurinn farið flatt á þessari rosalegu holu. Tiger Woods vann þetta mót árið 2001 og 2013 en samlandi hans Webb Simpson bar sigur úr býtum á síðasta ári. Simpson vann með fjögurra högga mun og fékk tæpar tvær milljónir dollara í sinn hlaut. Sigurvegarinn í ár fær 2,25 milljónir dollara.
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira