Gunnar Nelson og Leon Edwards hafa ekki hist áður og þetta voru því þeirra fyrstu kynni fyrir bardagann. Báðir ákaflega kurteisir og Gunnar var fljótur að bjóða honum höndina.
Þeir munu þurfa að horfast aftur í augu annað kvöld eftir vigtunina í O2-höllinni
Gunnar var ákaflega vinsæll á fjölmiðladeginum og næstlengsta röðin var hjá honum í dag. Aðeins Jorge Masvidal var með lengri röð enda afar sérstakur náungi svo ekki sé meira sagt.
Hér að neðan má skyggnast aðeins á bak við tjöldin hvernig umhverfið var á fjölmiðladeginum.
Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.