Sport

Till: Ætla að eyða sál Masvidal

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Það voru stælar í köppunum í gær.
Það voru stælar í köppunum í gær. vísir/getty
Það er aðeins sólarhringur í bardaga Gunnars Nelson gegn Leon Edwards í London. Kapparnir náðu báðir réttri þyngd og eru því tilbúnir í slaginn.

Vigtunin fór fram klukkan níu í morgun og höfðu kapparnir tvo tíma til þess að stíga á vigtina. ekki reyndist þörf á að nýta allan tímann því allt var búið eftir 70 mínútur.

Gunnar Nelson var næstsíðastur á vigtina rétt upp úr 10. Rjóður í framan eftir að hafa verið í heitu baði og pakkað svo inn í handklæði. Edwards var aftur á móti mættur á vigtina rétt upp úr níu.

Kapparnir í aðalbardaganum, Darren Till og Jorge Masvidal, náðu líka þyngd en þó með naumindum. Báðir eru þeir miklir ruslakjaftar en hafa þó sýnt hvor öðrum virðingu. Þeir spara þó ekki stóru orðin í aðdraganda bardagans og sjá má þá tvo rífa kjaft í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London á morgun. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.



 

MMA

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Masvidal er gufuruglaður

Henry Birgir Gunnarsson og Pétur Marinó Jónsson heilsa úr Fimmtu lotunni frá London að þessu sinni þar sem þeir hafa fylgst vel með öllu í aðdraganda bardaga Gunnars Nelson og Leon Edwards.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×