Sport

Morgan: Gunnar mun klára Edwards

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
John Morgan er skemmtilegur fýr.
John Morgan er skemmtilegur fýr.
John Morgan hjá MMA Junkie er einn virtasti blaðamaðurinn í MMA-heiminum og er nánast á hverju einasta bardagakvöldi hjá UFC og er afar vel að sér.

Hann hafði ekki mikla trú á Gunnari Nelson fyrir bardagann gegn Alex Oliveira í desember en það hefur aðeins breyst núna.

„Gaurinn lítur ótrúlega út. Árshátíðarmyndbandið af Gunnari fékk mig til þess að hafa meiri trú á honum,“ sagði Morgan léttur.

„Þetta er risabardagi. Mismunandi stílar eins og alltaf hjá Gunnari. Það er mikið undir hjá báðum að komast upp í hóp efri manna. Það er mikið tækifæri fyrir þá í þessum bardaga.“

Leon Edwards segist vilja gefa út yfirlýsingu með því að klára Gunnar í bardaganum.

„Leon er með mikið sjálfstraust. Ég hef margoft efast um hann. Hann mun mæta Gunnari og þetta er frekar einfalt hvernig þetta verður. Það er bara spurning hvor er betri í sínum styrkleikum,“ sagði Morgan en hvernig ætlar hann að spá núna?

„Ég held með Gunnari Nelson. Ég hef trú á honum. Það er eitthvað í loftinu að Gunnar sé að fara á skrið og þess vegna vel ég hann núna.“

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London í kvöld. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans sem og bardaganum sjálfum.



Klippa: John Morgan spáir í bardaga Gunnars og Edwards
MMA

Tengdar fréttir

Haraldur: Edwards er mjög hættulegur

Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, verður að sjálfsögðu á sínum stað í horninu hjá syninum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×