Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 12:00 Séra Önundur M. Björnsson, prestur sem hefur frumkvæði af bændamessunni í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Séra Önundur S. Björnsson, prestur í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hefur boðað til bændamessu í dag. Hann segir að í messunni verði bændum þökkuð mataröflun og framleiðsla hreinustu og bestu afurða í heimi, og síðast en ekki síst verði beðið fyrir stjórnmálamönnum, sem stefni íslenskum landbúnaði í voða. Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur. „Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.Séra Önundur í myndatöku með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.Magnús HlynurSéra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir. Önundur ætlar líka að minnast Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar úr Njálu í messunni. „Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur. Landbúnaður Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Séra Önundur S. Björnsson, prestur í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hefur boðað til bændamessu í dag. Hann segir að í messunni verði bændum þökkuð mataröflun og framleiðsla hreinustu og bestu afurða í heimi, og síðast en ekki síst verði beðið fyrir stjórnmálamönnum, sem stefni íslenskum landbúnaði í voða. Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur. „Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.Séra Önundur í myndatöku með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.Magnús HlynurSéra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir. Önundur ætlar líka að minnast Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar úr Njálu í messunni. „Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira