Allir leikmenn íslenska landsliðsins gátu tekið þátt í æfingunni í dag en Tom Joel, nýr styrktarþjálfari liðsins, stýrði upphitun af mikilli röggsemi. Joel tók nýverið við starfinu af Sebastian Boxleitner.
Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ er ekki annað að heyra en að allir séu klárir í slaginn á föstudag, líka Alfreð Finnbogason sem hefur verið frá í talsverðan tíma vegna meiðsla. Alfreð spilaði allan leikinn í 3-1 sigri Augsburg á Hannover 96 í þýsku 1. deildinni um helgina.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá æfingunni í morgun en hún var opin fjölmiðlum fyrsta stundafjórðunginn.
Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.



