Viðar Örn kemur ekki inn fyrir neinn en það er ljóst að framherjar liðsins eru fáir og þá hefur Alfreð Finnbogason verið að glíma við meiðsli.
Viðar er mikið í fréttunum þessa dagana því í gær fór hann á láni frá FCRostov til HammarbyIF í Svíþjóð.
Viðar Örn hefur leikið 19 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skorað í þeim 2 mörk. Viðar var í fyrsta landsliðshópi Eric Hamrén og síðasti landsleikur hann var 6-0 tapleikurinn á móti Sviss í Þjóðadeildinni.
Ísland mætir Andorra á föstudaginn og Frakklandi á mánudag, en báðir leikirnir fara fram ytra.
Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi.
Viðar Örn Kjartansson has been called into the squad for games against Andorra and France.#fyririslandpic.twitter.com/ReIZL5wfKx
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 19, 2019