Heimsmeistarinn féll í fyrsta sinn á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2019 14:30 James Wade var flottur á móti heimsmeistaranum. Getty/ Dean Mouhtaropoulos Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig Aðrar íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Michael van Gerwen tapaði í fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar í pílu í gærkvöldi en þetta var fyrsta tap hans á tímabilinu. James Wade endaði sigurgöngu Hollendingsins snjalla með því að vinna viðureign þeirra 7-3. Van Gerwen var 3-2 yfir en þá fór James Wade á mikið flug og tryggði sér sigur með því að vinna fimm sett í röð. „Margir gefast upp á móti Michael að óþörfu en ég hélt út og er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði James Wade eftir sigurinn. Hann komst upp í annað sætið með þessum sigri og er nú bara einu stigi á eftir Michael van Gerwen."A lot of people fold against Michael when they shouldn't and I stuck at it tonight, so I'm delighted to get the win." James Wade ended Michael van Gerwen's winning start to the @unibet Premier League season on Night Four. Report, quotes and images https://t.co/pF4CAH2XTKpic.twitter.com/8D1G7lx6mm — PDC Darts (@OfficialPDC) February 28, 2019Michael van Gerwen hafði unnið þrjá fyrstu leiki sína í úrvalsdeildinni en keppt er með deildafyrirkomulagi með 2 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir jafntefli. Úrslitin ráðast síðan í fjögurra manna úrslitakeppni en Michael van Gerwen hefur unnið úrvalsdeildina undanfarin þrjú ár og fjórum sinnum alls. Rob Cross, heimsmeistarinn frá 2018, hafði tapað illa á móti Michael van Gerwen í vikunni á undan en Cross kom öflugur til baka og vann sannfærandi 7-1 sigur á Daryl Gurney í gær. Mensur Suljovic og Michael Smith unnu síðan báðir fyrstu sigra sína í úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Suljovic vann Peter Wright 7-4 og Raymond van Barneveld réð ekki við Smith. Michael Smith varð í öðru sæti á HM um áramótin en var að spila á öðrum fætinum eftir að hafa þurft að láta fjarlægja ígerð úr mjöðm á dögunum. Smith lét það ekki stoppa sig og komst fyrir vikið upp úr neðsta sætinu. Luke Humphries og Gerwyn Price gerðu svo 6-6 jafntefli í síðustu viðureigninni og fá því eitt stig hvor. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt yfirlit yfir fjórðu umferðina í gærkvöldi.DARTING DELIGHT The Premier League delivered again on Thursday night as @MvG180 slipped to his first defeat and the chasing pack closed in.... https://t.co/zSjdJU2jBvpic.twitter.com/7JNfgWMNfF — Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) March 1, 2019Úrslitin í 4. umferðinni: Luke Humphries 6-6 Gerwyn Price Daryl Gurney 1-7 Rob Cross Mensur Suljovic 7-4 Peter Wright Michael van Gerwen 3-7 James Wade Michael Smith 7-4 Raymond van BarneveldStaðan eftir 4. umferðina: 1. Michael van Gerwen 6 stig 2. James Wade 5 stig 3. Rob Cross 5 stig 4. Gerwyn Price 5 stig 5. Mensur Suljović 4 stig 6. Peter Wright 4 stig 7. Daryl Gurney 4 stig 8. Michael Smith 3 stig 9. Raymond van Barneveld 2 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Sjá meira