Lífið

Khloé sakar Jordyn Woods um lygar

Sylvía Hall skrifar
Woods var áður í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar en er úti í kuldanum eftir umtalað atvik í gleðskap á heimili Kylie Jenner.
Woods var áður í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar en er úti í kuldanum eftir umtalað atvik í gleðskap á heimili Kylie Jenner. Vísir/Getty
Jordyn Woods, besta vinkona Kylie Jenner og ein umtalaðasta samfélagsmiðlastjarna heims þessa dagana, mætti í spjallþátt Jada Pinkett Smith í gær þar sem hún ræddi nótt sína með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson.

Téður Thompson er barnsfaðir Khlóe Kardashian sem er eldri systir Kylie og er því Woods ekki ókunnug. Eftir að fregnir bárust af nótt þeirra saman eftir gleðskap á heimili Kylie var Khloé ekki lengi að slíta sambandinu fyrir fullt og allt en þetta var ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um framhjáhald hans.

Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um nótt þeirra í viðtalsþætti Smith í gær þar sem hún sagði málið hafa verið sér mjög þungbært. Hún hafi ekki getað borðað dögum saman, yngri systir hennar hefur ekki getað mætt í skóla og móðir hennar treystir sér ekki út úr húsi.

„Ég hefði átt að fara heim eftir gleðskapinn. Ég hefði ekki átt að vera þarna,“ sagði Woods sem neitaði að hafa sofið hjá Thompson umrædda nótt. Að sögn hennar kysstust þau aðeins einu sinni.

„Við yfirgáfum aldrei svæðið saman og vorum aldrei í einrúmi.“ 

Woods bjó áður á heimili Kylie Jenner og voru þær óaðskiljanlegar fyrir atvikið. Hún er nú flutt út.Skjáskot.

„Þú ert ástæðan fyrir því að fjölskylda mín fór í sundur“ 

Khloé Kardashian var ekki lengi að tjá sig um viðtalið á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði Woods ljúga blákalt í viðtalinu til þess að bjarga sjálfri sér. Þá sagði hún Woods aldrei hafa hringt í sig til að biðjast afsökunar. 

 



„Ef þú ætlar að reyna að bjarga sjálfri þér með því að tjá þig opinberlega í stað þess að hringja persónulega í mig og biðjast afsökunar fyrst, vertu þá að minnsta kosti hreinskilin,“ skrifaði Khloé á Twitter.

Hún sagði Woods bera ábyrgð á sundrun fjölskyldunnar en líkt og fyrr sagði endaði Khloé samband sitt við Thompson eftir atvikið. Margir hafa þó bent á að það skjóti skökku við að Woods beri ábyrgð þar sem áður hefur komist upp um framhjáhald Thompson.

Sjá einnig: Sambandið í molum og Khloe undirbýr brottför

Viðtalið við Woods hefur vakið mikla athygli frá því að það var sýnt í gærkvöldi á Facebook en þegar þetta er skrifað hefur verið horft á spjall þeirra Woods og Smith rúmlega átján milljón sinnum.

Hér að neðan má sjá þáttinn í fullri lengd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×