Fluttur á sjúkrahús eftir sjálfsvígstilraun á Ásbrú Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2019 11:56 Þungt hljóð er í öðrum hælisleitendum á Ásbrú. Vísir/Heiða Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Hælisleitandi sem dvalist hefur á Ásbrú á Reykjanesi var fluttur á sjúkrahús í gær eftir sjálfsvígstilraun. Aðgerðarsinni segir mál mannsins undirstrika mikilvægi þess að flóttamannabúðunum að Ásbrú verði lokað og að stjórnvöld þiggi viðræðuboð hælisleitenda. Karlmaðurinn sem um ræðir hafði fengið tvær neitanir á sínar hælisumsóknir á Íslandi og átti yfir höfði sér að vera vísað úr landi, sem er talin ástæða þess að hann ákvað að grípa til þessa ráðs. Ekki er vitað frekar um afdrif mannsins á þessari stundu. Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, talskona baráttuhópsins Ekki fleiri brottvísana, segir að það sé að vonum mjög þungt hljóð í öðrum vistmönnum á Ásbrú vegna málsins. „Það hefur svo sem verið áður, áður en þetta kom upp, en auðvitað er þetta reiðarslag þegar svona gerist í nærsamfélaginu,“ segir Eyrún. „Þeir eru líka hræddir um sína stöðu. Margir þeirra eiga yfir höfði sér brottvísanir og þeir óttast hvaða afleiðingar það muni hafa fyrir þeirra öryggi og heilsu.“ Flóttamenn á Íslandi hafa á undanförnum vikum biðlað til stjórnvalda um að taka málaflokk þeirra til endurskoðunar. Til að mynda hafa þeir staðið fyrir tvennum mótmælum, á Austurvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í liðinni viku. Þeir hafa lagt fram tillögur í fimm liðum, sem meðal annars lúta að því að loka fyrrnefndum búðum að Ásbrú. „Þeir benda á að þessi félagslega einangrun, sem fylgir því að vera vistaður í Ásbrú, hefur alveg ofboðslega skaðleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna,“ segir Eyrún. Þeir hafi jafnframt gert kröfu um það að fá jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu - „sem virðist ekki vera raunin, enda sjáum við það þegar svona mál koma upp.“Vonar að stjórnvöld þiggi boðið Í byrjun febrúar reyndi annar karlmaður í hans stöðu að skaða sig þar sem hann hékk utan á göngubrú yfir Miklabraut og hótaði að stökkva. Eyrún segir mál mannanna endurspegla þá viðkvæmu stöðu sem þessi hópur sé í. „Allar rannsóknir sýna að óvissuástandið sem fylgir því að fara í gegnum hælisferlið tekur gríðarlega á fólk. Þegar óvissan blandast saman við einangrunina, sem við erum að tala um hérna, þá sjáum við að þetta fólk er í alveg ofboðslega viðkvæmri stöðu; félagslega, lagalega og andlega.“ Hópurinn sem stóð að mótmælunum hefur sent bréf til yfirvalda þar sem þeir kalla eftir samtali um stöðu hælisleitenda á Íslandi. „Þeir vilja fá samræðugrundvöll. Þeir vilja geta sest niður með yfirvöldum á Íslandi og tala um aðstæður sínar og þær kröfur sem þeir settu fram. Vonandi sér fólk stjórnmálafólk á Íslandi sóma sinn í að verða við þessu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjanesbær Tengdar fréttir Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00 Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum. 30. desember 2018 20:00
Sérsveitarmenn björguðu manninum af brúnni Maðurinn hefur verið metin í sérstaklega viðkvæmri stöðu þar sem hann er bæði andlega og líkamlega veikur en vegna þess að veikindi hans eru ekki lífshættuleg falli þau utan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hælisleitendur eigi rétt á. 7. febrúar 2019 19:16